Fótbolti

Ofur­parið Shakira og Piqu­e standa í skilnaði

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Shakira og Piqué eru að skilja.
Shakira og Piqué eru að skilja. Europa Press Entertainment/Getty Images

Tónlistarkonan Shakira og fótboltamaðurinn Gerard Piqué standa í skilnaði eftir að upp komst um framhjáhald kappans. Fjöldi miðla erlendis greinir frá þessu.

Parið kynntist í kringum heimsmeistaramótið 2010 en Shakira samdi lag keppninnar – Waka Waka – það árið. 

Shakira, sem er áratug eldri en hann, hefur verið ein vinsælasta söngkona heims undanfarin ár á meðan Piqué hefur unnið hvern titilinn á fætur öðrum með uppeldisfélagi sínu Barcelona.

Það hefur hins vegar hallað undan fæti hjá Barcelona og virðist það hafa elt Piqué inn í einkalífið.

Þau opinberuðu ást sína árið 2011 og voru par allt þangað til nú. Saman eiga þau tvo syni en Shakira hefur óskað eftir að einkalífi þeirra verði sýnd virðing á meðan skilnaðinum stendur. Þá tekur hún fram að synir þeirra eru og verða ávallt í fyrsta sæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.