Mikil fækkun búa ógnar dreifðri byggð Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. júní 2022 12:29 Gunnar Þorgeirsson er formaður Bændasamtakanna. stöð 2 Búum í landbúnaðargreinum hefur fækkað um 375 á landinu frá árinu 2008 til 2020. Formaður bændasamtakanna hefur áhyggjur af fækkun búa sem hann segir stoð dreifðari byggða. Í skýrslu Hagstofunnar kemur fram að bú voru alls 2.795 árið 2008 í landbúnaðargreinunum fimm en tólf árum síðar hafði þeim fækkað um 375 og voru alls 2.421 í árslok 2020. Með veikari byggðum fækkar fólki Gunnar Þorgeirsson, formaður bændasamtakanna, hefur áhyggjur af þróuninni og veltir því fyrir sér hvort þróunin um ókomna tíð verði sú að færri framleiði meira. „Þetta er talsvert umhugsunarefni og ég held að menn þurfi að líta aðallega til byggðarsjónarmiða í þessari fækkun. Búin hafa auðvitað verið stoð dreifðari byggða þannig þessi fækkun er alvarleg hvað það varðar,“ segir Gunnar. Hann segir þróunina að einhverju leyti afleiðingu hagræðingar í rekstri bænda. „Búum fækkar og þau stækka, það er framleitt meira á hverja einingu. Menn eru bara að reyna að lifa á því sem þeir framleiða, það er lykillinn í þessu.“ Vonast eftir aðgerðum Hvað sauðfjárbúin varðar er fækkunin hins vegar afleiðing lakra kjara bænda og stríðið í Úkraínu bætir ekki úr skák. „Það endurspeglast þá bæði í gríðarlegum hækkunum á áburði og kjarnfóðri og í raun öllum aðföngum í landbúnaði. Rekstrarvara hækkar bara viku eftir viku.“ Gunnar vonast til að sjá einhverjar aðgerðir fljótlega en matvælaráðherra skipaði í gær starfshóp sem mun skila tillögum 13. júní næstkomandi, um aðgerðir í landbúnaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi. Breyttar neysluvenjur Búum fækkar í öllum greinum nema búum sem stunda garðrækt og plöntufjölgun sem Gunnar segir afleiðingu breyttra neysluvenja. „Það er verið að borða minna af kjöti og meira af grænmeti en menn gerðu áður fyrr. Það er samt umhugsunarvert af hverju við erum ekki að framleiða meira af grænmeti. Við erum í dag að framleiða um 40% af öllu grænmetinu sem við erum að borða. Þá erum framleiða um 2 prósent af því kornmeti sem við neytum. Við höfum kallað eftir aðgerðum stjórnvalda til að efla jarðræktina. “ Gunnar segir bændur þó spennta fyrir sumrinu en akrar hafa grænkað mikið á vordögum „Það er nú tiltölulega bjart yfir bændum. Það er ekki verið að glíma við kal eða seina sprettu þannig það er bjart yfir okkur bændum að þessu leyti.“ sagði Gunnar Þorgeirsson að lokum. Landbúnaður Matvælaframleiðsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Í skýrslu Hagstofunnar kemur fram að bú voru alls 2.795 árið 2008 í landbúnaðargreinunum fimm en tólf árum síðar hafði þeim fækkað um 375 og voru alls 2.421 í árslok 2020. Með veikari byggðum fækkar fólki Gunnar Þorgeirsson, formaður bændasamtakanna, hefur áhyggjur af þróuninni og veltir því fyrir sér hvort þróunin um ókomna tíð verði sú að færri framleiði meira. „Þetta er talsvert umhugsunarefni og ég held að menn þurfi að líta aðallega til byggðarsjónarmiða í þessari fækkun. Búin hafa auðvitað verið stoð dreifðari byggða þannig þessi fækkun er alvarleg hvað það varðar,“ segir Gunnar. Hann segir þróunina að einhverju leyti afleiðingu hagræðingar í rekstri bænda. „Búum fækkar og þau stækka, það er framleitt meira á hverja einingu. Menn eru bara að reyna að lifa á því sem þeir framleiða, það er lykillinn í þessu.“ Vonast eftir aðgerðum Hvað sauðfjárbúin varðar er fækkunin hins vegar afleiðing lakra kjara bænda og stríðið í Úkraínu bætir ekki úr skák. „Það endurspeglast þá bæði í gríðarlegum hækkunum á áburði og kjarnfóðri og í raun öllum aðföngum í landbúnaði. Rekstrarvara hækkar bara viku eftir viku.“ Gunnar vonast til að sjá einhverjar aðgerðir fljótlega en matvælaráðherra skipaði í gær starfshóp sem mun skila tillögum 13. júní næstkomandi, um aðgerðir í landbúnaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi. Breyttar neysluvenjur Búum fækkar í öllum greinum nema búum sem stunda garðrækt og plöntufjölgun sem Gunnar segir afleiðingu breyttra neysluvenja. „Það er verið að borða minna af kjöti og meira af grænmeti en menn gerðu áður fyrr. Það er samt umhugsunarvert af hverju við erum ekki að framleiða meira af grænmeti. Við erum í dag að framleiða um 40% af öllu grænmetinu sem við erum að borða. Þá erum framleiða um 2 prósent af því kornmeti sem við neytum. Við höfum kallað eftir aðgerðum stjórnvalda til að efla jarðræktina. “ Gunnar segir bændur þó spennta fyrir sumrinu en akrar hafa grænkað mikið á vordögum „Það er nú tiltölulega bjart yfir bændum. Það er ekki verið að glíma við kal eða seina sprettu þannig það er bjart yfir okkur bændum að þessu leyti.“ sagði Gunnar Þorgeirsson að lokum.
Landbúnaður Matvælaframleiðsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira