Erlent

Fjórir látnir og þrjátíu slasaðir eftir lestarslys í Suður-Þýskalandi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Lestin fór af teinunum og niður í skurð milli teinanna og vegarins.
Lestin fór af teinunum og niður í skurð milli teinanna og vegarins. AP/Uwe Lein

Minnst fjórir létust og þrjátíu slösuðust þegar lest fór af sporunum nærri vinsælu útivistarsvæði í suðurhluta Þýskalands í dag. Sextíu voru um borð í lestinni þegar slysið varð.

Fimmtán þeirra sem slösuðust þurftu að komast undir læknis hendur að sögn talsmanns lögreglu á svæðinu. Slysið varð norður af Garmisch-Partenkirchen í Bæjarlandi. Lögregla og saksóknari hafa hafið rannsókn á því hvað olli slysinu. 

Ekki er búið að greina frá nöfnum þeirra sem fórust í slysinu eða hvort lestarstjórinn hafi verið meðal þeirra sem létust eða slösuðust. 

Mikill viðbúnaður var á slysstað.AP/Sven Hoppe

Talsmaður svæðisstjórnarinnar greindi frá því fyrr í dag að sextíu hafi slasast í slysinu en það reyndist ekki rétt. Samkvæmt fréttastofu Muenchener Merkur var fjöldi stúdenta um borð í lestinni. 

Mikill viðbúnaður er enn á svæðinu að sögn lögreglu og öll umferð um lestarteinana hefur verið stöðvuð. Samkvæmt frétt Reuters hefur farþegafjöldi lesta á svæðinu aukist mikið síðan 1. júní þegar ódýrir lestarmiðar, sem leyfa fólki að ferðast um allt Þýskaland, voru settir á sölu. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×