Fótbolti

Hörður Björgvin: Tek jöfnunarmarkið alfarið á mig

Hjörvar Ólafsson skrifar
Hörður Björgvin hafði í nógu að snúast í leiknum í kvöld. 
Hörður Björgvin hafði í nógu að snúast í leiknum í kvöld.  Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Hörður Björgvin Magnússon lagði upp seinna mark íslenska liðsins þegar liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Ísrael í B-deild Þjóðardeildarinnar í fótbotla karla í Haifa í kvöld. Hörður Björgvin var bæði sáttur og svekktur í leikslok.

„Tilfinningin er góð eftir þennan leik. Við fáum mark á okkur snemma sem kom okkur upp á tærnar. Þá náðum við upp góðum spilkafla og okkur tókst af jafna metin," sagði Hörður Björgvin í samtali við Viaplay að leik loknum. 

„Ég tek jöfnunarmarkið alfarið á mig. Þetta fer bara í reynslubankann. Það var svekkjandi að annað markið okkar var ekki sigurmark," sagði varnarmaðurinn sem fékk boltann yfir sig þegar Ísraelar tryggðu sér stig. 

„Mig langar samt að hrósa ungum og efnilegum leikmönnum í okkar liði fyrir að standa sig vel í erfiðum aðstæðum,“ sagði Hörður Björgvin sem hóf leikinn í vinstri bakverðinum og færði sig yfir í miðvörðinn í hálfleik. 

Þá tók Hörður Björgvin við fyrirliðabandinu þegar Birkir Bjarnason fór af velli undir lok leiksins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×