Borgarfulltrúar glaðbeittir á skólabekk Heimir Már Pétursson skrifar 1. júní 2022 19:21 Nýkjörnir og endurkjörnir borgarfulltrúar hlakka til að takast á við málefni borgarinnar á komandi kjörtímabili. Í dag hófst þriggja daga námskeið fyrir nýja borgarfulltrúa þar sem þeir eru upplýstir um rangala stjórnsýslunnar og uppbyggingu borgarkerfisins. Já, það var tilhlökkun í loftinu þegar borgarfulltrúar mættu á námskeiðið í sal borgarstjórnar í morgun. Sjö af tuttugu og þremur sitja nú í fyrsta sinn í borgarstjórn og fjöldi varafulltrúa koma til með að sitja í nefndum. Þótt enn sé ekki búið að mynda nýjan meirihluta þurfa borgarfulltrúar að setja sig inn í hvernig stjórnkerfi höfuðborgarinnar virkar en fyrsti formlegi fundur borgarstjórnar verður á þriðjudag í næstu viku. Þórdís Jóna Sigurðardóttir er einn af varaborgarfulltrúum Viðreisnar. „Þetta er alveg þvílíkt skemmtilegt tækifæri og ég á eftir að læra mikið og vonandi verða borgarbúum til heilla.“ Hvaða málefni eru það sem þú brennur helst fyrir? „Helst skólamálin. Ég sé mörg tækifæri sem við getum gert betur þar,“ segir Þórdís Jóna. „Mér finnst þetta mjög spennandi. Ég held að þetta verði bara gaman,“ segir Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir varaborgarfulltrúi Pírata. Hvaða mál eru það sem þú brennur helst fyrir? „Skipulagsmálin,“ sagði Elísabet. Guðrún Maja Riba varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar sagðist spennt og til í slaginn. Einhver mál sem þú brennur sérstaklega fyrir? „Skólamálin og velferðarmálin. Börnin í borginni, algerlega 100 prósent,“ segir Guðrún Maja. Árelía Eydís Guðmundsdóttir var í öðru sæti Framsóknarflokksins sem fór úr engum í fjóra borgarfulltrúa í kosningunum. „Auðvitað er maður staddur þar sem maður kann ekki neitt, veit ekki neitt og skilur ekki neitt. Af því maður er að gera þetta í fyrsta skipti. Auðvitað er ég þakklát fyrir stuðninginn og tækifærið,“ sagði Árelía Eydís og var ánægð með námskeiðið. Sósíalistaflokkurinn bætti við sig verulegu fylgi í kosningunum sem skiluðu Trausta Breiðfjörð Magnússyni í örðu sæti listans inn í borgarstjórn. „Ég er bara spenntur fyrir verkefninu framundan. Það er rosalega margt sem þarf að bæta hér íborginni.“ Hvað er það sem þú brennur helst fyrir og myndir vilja fá að sinna sem mest? „Húsnæðismálin númer eitt, tvö og þrjú finnst mér. Grunnurinn að allri velferð. Þannig að við þurfum að koma sterkt þar inn. En það er rosalega margt annað sem við þurfum að laga,“ segir Trausti Breiðfjörð Magnússon. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Enginn skellt á eftir sér hurðum í Elliðaárdalnum Oddviti Pírata í borgarstjórn segir meirihlutaviðræður við Framsóknarflokk, Samfylkingu og Viðreisn um meirihlutasamstarf ganga vel. Í dag hafi velferðarmál, mannréttindamál og húsnæðismál meðal annars verið til umræðu. Hún hafi trú á að flokkunum muni takast að leysa úr eðlilegum álitaefnum á milli flokkanna. 31. maí 2022 19:20 „Fyrir mitt leyti eru engin tímamörk í þessu“ Oddviti Framsóknarflokksins segir viðræður Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um málefnasamning ganga ágætlega. Það væri ekkert tiltökumál þótt viðræður klárist ekki fyrir fyrsta borgarstjórnarfund nýs kjörtímabils hinn 7. júní. 31. maí 2022 08:01 Segir byggingu nýrrar flugstöðvar ekki hafa komið til umræðu Bygging nýrrar flugstöðvar í Reykjavík hefur ekki komið til umræðu í meirihlutaviðræðum sem nú standa yfir í borginni. Oddviti Framsóknarflokksins segir að einblínt hafi verið á samgöngu-, skipulags-, loftslags- og húsnæðismál undanfarna tvo daga. 30. maí 2022 12:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Já, það var tilhlökkun í loftinu þegar borgarfulltrúar mættu á námskeiðið í sal borgarstjórnar í morgun. Sjö af tuttugu og þremur sitja nú í fyrsta sinn í borgarstjórn og fjöldi varafulltrúa koma til með að sitja í nefndum. Þótt enn sé ekki búið að mynda nýjan meirihluta þurfa borgarfulltrúar að setja sig inn í hvernig stjórnkerfi höfuðborgarinnar virkar en fyrsti formlegi fundur borgarstjórnar verður á þriðjudag í næstu viku. Þórdís Jóna Sigurðardóttir er einn af varaborgarfulltrúum Viðreisnar. „Þetta er alveg þvílíkt skemmtilegt tækifæri og ég á eftir að læra mikið og vonandi verða borgarbúum til heilla.“ Hvaða málefni eru það sem þú brennur helst fyrir? „Helst skólamálin. Ég sé mörg tækifæri sem við getum gert betur þar,“ segir Þórdís Jóna. „Mér finnst þetta mjög spennandi. Ég held að þetta verði bara gaman,“ segir Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir varaborgarfulltrúi Pírata. Hvaða mál eru það sem þú brennur helst fyrir? „Skipulagsmálin,“ sagði Elísabet. Guðrún Maja Riba varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar sagðist spennt og til í slaginn. Einhver mál sem þú brennur sérstaklega fyrir? „Skólamálin og velferðarmálin. Börnin í borginni, algerlega 100 prósent,“ segir Guðrún Maja. Árelía Eydís Guðmundsdóttir var í öðru sæti Framsóknarflokksins sem fór úr engum í fjóra borgarfulltrúa í kosningunum. „Auðvitað er maður staddur þar sem maður kann ekki neitt, veit ekki neitt og skilur ekki neitt. Af því maður er að gera þetta í fyrsta skipti. Auðvitað er ég þakklát fyrir stuðninginn og tækifærið,“ sagði Árelía Eydís og var ánægð með námskeiðið. Sósíalistaflokkurinn bætti við sig verulegu fylgi í kosningunum sem skiluðu Trausta Breiðfjörð Magnússyni í örðu sæti listans inn í borgarstjórn. „Ég er bara spenntur fyrir verkefninu framundan. Það er rosalega margt sem þarf að bæta hér íborginni.“ Hvað er það sem þú brennur helst fyrir og myndir vilja fá að sinna sem mest? „Húsnæðismálin númer eitt, tvö og þrjú finnst mér. Grunnurinn að allri velferð. Þannig að við þurfum að koma sterkt þar inn. En það er rosalega margt annað sem við þurfum að laga,“ segir Trausti Breiðfjörð Magnússon.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Enginn skellt á eftir sér hurðum í Elliðaárdalnum Oddviti Pírata í borgarstjórn segir meirihlutaviðræður við Framsóknarflokk, Samfylkingu og Viðreisn um meirihlutasamstarf ganga vel. Í dag hafi velferðarmál, mannréttindamál og húsnæðismál meðal annars verið til umræðu. Hún hafi trú á að flokkunum muni takast að leysa úr eðlilegum álitaefnum á milli flokkanna. 31. maí 2022 19:20 „Fyrir mitt leyti eru engin tímamörk í þessu“ Oddviti Framsóknarflokksins segir viðræður Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um málefnasamning ganga ágætlega. Það væri ekkert tiltökumál þótt viðræður klárist ekki fyrir fyrsta borgarstjórnarfund nýs kjörtímabils hinn 7. júní. 31. maí 2022 08:01 Segir byggingu nýrrar flugstöðvar ekki hafa komið til umræðu Bygging nýrrar flugstöðvar í Reykjavík hefur ekki komið til umræðu í meirihlutaviðræðum sem nú standa yfir í borginni. Oddviti Framsóknarflokksins segir að einblínt hafi verið á samgöngu-, skipulags-, loftslags- og húsnæðismál undanfarna tvo daga. 30. maí 2022 12:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Enginn skellt á eftir sér hurðum í Elliðaárdalnum Oddviti Pírata í borgarstjórn segir meirihlutaviðræður við Framsóknarflokk, Samfylkingu og Viðreisn um meirihlutasamstarf ganga vel. Í dag hafi velferðarmál, mannréttindamál og húsnæðismál meðal annars verið til umræðu. Hún hafi trú á að flokkunum muni takast að leysa úr eðlilegum álitaefnum á milli flokkanna. 31. maí 2022 19:20
„Fyrir mitt leyti eru engin tímamörk í þessu“ Oddviti Framsóknarflokksins segir viðræður Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um málefnasamning ganga ágætlega. Það væri ekkert tiltökumál þótt viðræður klárist ekki fyrir fyrsta borgarstjórnarfund nýs kjörtímabils hinn 7. júní. 31. maí 2022 08:01
Segir byggingu nýrrar flugstöðvar ekki hafa komið til umræðu Bygging nýrrar flugstöðvar í Reykjavík hefur ekki komið til umræðu í meirihlutaviðræðum sem nú standa yfir í borginni. Oddviti Framsóknarflokksins segir að einblínt hafi verið á samgöngu-, skipulags-, loftslags- og húsnæðismál undanfarna tvo daga. 30. maí 2022 12:00