Sumarið er frábær tími til að hreyfa sig meira úti við. Það er ótrúlega góð tilfinning að reima á sig skóna og fara út að hlaupa en mörgum finnst erfitt að byrja. Til að hjálpa ykkur af stað þá langar mig að deila með ykkur 9 vikna hlaupaáætlun sem hjálpar ykkur að byggja upp úthald til að geta hlaupið 5 km samfleytt.
„Mikilvægt er að fylgja áætluninni, byrja rólega og keppast alls ekki við neinn hraða, frekar að fara aðeins of hægt heldur en aðeins of hratt af stað.“
Ég hvet ykkur líka til að setja ykkur markmið eins og til dæmis að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst en þar getur hver og einn valið vegalengd sem hentar sér og er hlaupið mjög skemmtilegur viðburður sem gaman er að taka þátt í.
Njótið þess að hlaupa úti í sumar!
