Lögin valdi Anna sérstaklega fyrir lesendur Vísis og gerðum við því sérstakan Spotify lagalista.
„Þetta er frábær lagalisti til að æfa við, með hvetjandi og skemmtilegum lögum sem ég nota mikið í mínum tímum og á mínum æfingum,“ segir Anna um listann.
Við birtum nýjar heimaæfingar frá Önnu Eiríks tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum. Þættina sem eru nú þegar komnir út eru bæði á Stöð 2 + efnisveitunni og HÉR á Vísi.

Þú þarft ekki að eiga nein áhöld til þess að fylgja eftir æfingunum en við mælum með því að nota dýnu upp á stöðugleika. Stundum notar Anna stól en ef hún er með lóð er einnig hægt að nota vatnsflösku eða eitthvað annað slíkt. Allar æfingar Önnu eru í kringum fimmtán mínútur.
Hvetjandi lista Önnu fyrir æfingarnar má heyra á Spotify og hér fyrir neðan.