„Fyrir mitt leyti eru engin tímamörk í þessu“ Árni Sæberg og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 31. maí 2022 08:01 Einar Þorsteinsson segir meirihlutaviðræður í borginni ganga vel en þó hafi enginn tímarammi verið settur. Stöð 2/Egill Oddviti Framsóknarflokksins segir viðræður Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um málefnasamning ganga ágætlega. Það væri ekkert tiltökumál þótt viðræður klárist ekki fyrir fyrsta borgarstjórnarfund nýs kjörtímabils hinn 7. júní. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði um helgina að stefnt væri að því að klára viðræður um myndun nýs borgarstjórnarmeirihluta fyrir 7. júní þegar ný borgarstjórn kemur fyrst saman. „Við höfum ekki sett okkur nein tímamörk sérstök í þessu, við tökum okkur bara þann tíma sem við þurfum, þetta eru stór og mikilvæg mál sem þarf að leysa úr og fyrir mitt leiti eru engin tímamörk í þessu og ég held að Dagur sé þeirrar skoðunar líka,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, í samtali við fréttastofu. Auðvitað væri betra ef flokkarnir kæmu sér saman um málefni fyrir fyrsta fund en ef það næðist ekki mui starfsaldursforseti stýra fundum borgarstjórnar og kosið verði í ráð og nefndir með D'hondt kosningakerfinu. „Það er bara verkefnið og ekkert mál þótt það væri þannig. En við reynum náttúrulega klára innan þessa tímaramma,“ segir Einar. Hann segir gerð málefnasamnings miða vel og að oddvitar flokkanna hafi rætt skipulagsmál, húsnæðismál, samgöngumál, lýðræðismál, þjónustu við borgarbúa og stafræna vegferð borgarinnnar síðustu daga. „Það er mikilvægt að þessi hópur sem er að fara að mynda, ef næst saman, næstu fjögur ár hafi sameiginlega sýn á það hvert við stefnum og hvaða aðferðum við ætlum að beita til að ná þessum markmiðum,“ segir Einar. Breytingar sem Framsókn boðaði hafi strax haft áhrif Einar segir að þær breytingar sem flokkurinn boðaði í kosningabaráttunni væru þegar búnar að hafa áhrif. „Ég held að þau mál sem við töluðum fyrir í kosningabaráttunni, sérstaklega hvað varðar húsnæðismálin, hafi haft áhrif á kosningabaráttuna og umræðuna og ráðið atkvæðum kjósenda að mörgu leyti. Þessir flokkar sem hér eru höfðu uppi áform um húsnæðisuppbyggingu, juku lóðaframboðið rétt fyrir kosningar og skrifað var undir viljayfirlýsingu um Keldnalandið rétt fyrir kosningar. Þannig að ég held að innkoma Framsóknar inn í stjórnmálin í borginni hafi sannarlega haft áhrif strax,“ segir Einar. Reyna að bræða saman málefni allra flokka Framsókn setji húsnæðismálefnin á oddinn en miðað við nýjustu mannfjöldaspár væri ljóst að ráðast þyrfti í miklu mun meiri uppbyggingu en gert hafi verið ráð fyrir. Flokkurinn standi fyrir uppbyggingu samgönguinnviða, meðal annars með því að stigin verði stór skref í átt að Sundabraut strax í upphafi kjörtímabils. „Það hafa allir flokkar sín stefnumál og mál sem þeir setja á oddinn. Nú erum við bara að tala saman, bræða saman þessar hugmyndir og mynda góðan samning, sáttmála um næstu fjögur ár, af því það er mikilvægt að ná árangri í borginni,“ segir Einar. Einar segir ekki hægt að segja til um að svo stöddu hvort viðræður flokkanna gætu mögulega siglt í strand á vegna skiptingar embætta í borgarstjórn. „Ég hef gætt mín á því að vera ekki að setja afarkosti fyrir þessum viðræðum af því að mér finnst að málefnin eigi að ráða og svo finnum við út úr hinu,“ segir hann. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði um helgina að stefnt væri að því að klára viðræður um myndun nýs borgarstjórnarmeirihluta fyrir 7. júní þegar ný borgarstjórn kemur fyrst saman. „Við höfum ekki sett okkur nein tímamörk sérstök í þessu, við tökum okkur bara þann tíma sem við þurfum, þetta eru stór og mikilvæg mál sem þarf að leysa úr og fyrir mitt leiti eru engin tímamörk í þessu og ég held að Dagur sé þeirrar skoðunar líka,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, í samtali við fréttastofu. Auðvitað væri betra ef flokkarnir kæmu sér saman um málefni fyrir fyrsta fund en ef það næðist ekki mui starfsaldursforseti stýra fundum borgarstjórnar og kosið verði í ráð og nefndir með D'hondt kosningakerfinu. „Það er bara verkefnið og ekkert mál þótt það væri þannig. En við reynum náttúrulega klára innan þessa tímaramma,“ segir Einar. Hann segir gerð málefnasamnings miða vel og að oddvitar flokkanna hafi rætt skipulagsmál, húsnæðismál, samgöngumál, lýðræðismál, þjónustu við borgarbúa og stafræna vegferð borgarinnnar síðustu daga. „Það er mikilvægt að þessi hópur sem er að fara að mynda, ef næst saman, næstu fjögur ár hafi sameiginlega sýn á það hvert við stefnum og hvaða aðferðum við ætlum að beita til að ná þessum markmiðum,“ segir Einar. Breytingar sem Framsókn boðaði hafi strax haft áhrif Einar segir að þær breytingar sem flokkurinn boðaði í kosningabaráttunni væru þegar búnar að hafa áhrif. „Ég held að þau mál sem við töluðum fyrir í kosningabaráttunni, sérstaklega hvað varðar húsnæðismálin, hafi haft áhrif á kosningabaráttuna og umræðuna og ráðið atkvæðum kjósenda að mörgu leyti. Þessir flokkar sem hér eru höfðu uppi áform um húsnæðisuppbyggingu, juku lóðaframboðið rétt fyrir kosningar og skrifað var undir viljayfirlýsingu um Keldnalandið rétt fyrir kosningar. Þannig að ég held að innkoma Framsóknar inn í stjórnmálin í borginni hafi sannarlega haft áhrif strax,“ segir Einar. Reyna að bræða saman málefni allra flokka Framsókn setji húsnæðismálefnin á oddinn en miðað við nýjustu mannfjöldaspár væri ljóst að ráðast þyrfti í miklu mun meiri uppbyggingu en gert hafi verið ráð fyrir. Flokkurinn standi fyrir uppbyggingu samgönguinnviða, meðal annars með því að stigin verði stór skref í átt að Sundabraut strax í upphafi kjörtímabils. „Það hafa allir flokkar sín stefnumál og mál sem þeir setja á oddinn. Nú erum við bara að tala saman, bræða saman þessar hugmyndir og mynda góðan samning, sáttmála um næstu fjögur ár, af því það er mikilvægt að ná árangri í borginni,“ segir Einar. Einar segir ekki hægt að segja til um að svo stöddu hvort viðræður flokkanna gætu mögulega siglt í strand á vegna skiptingar embætta í borgarstjórn. „Ég hef gætt mín á því að vera ekki að setja afarkosti fyrir þessum viðræðum af því að mér finnst að málefnin eigi að ráða og svo finnum við út úr hinu,“ segir hann.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira