Sér enga lausn í sjónmáli og segir upp eftir erfiðan dag Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2022 21:46 Soffía Steingrímsdóttir hefur starfað á bráðamóttökunni í sjö ár. Hún ætlar að hætta vegna langvarandi manneklu. Vísir Bráðahjúkrunarfræðingur hefur ákveðið að segja upp á bráðamóttökunni vegna langvarandi álags og þess að engin lausn á vandanum virðist í sjónmáli. Það er þrátt fyrir að ítrekað sé búið að vara við vandamálinu um árabil. Soffía Steingrímsdóttir birti í kvöld færslu á Facebook þar sem hún lýsir deginum í dag og hvernig hann fyllti mælinn. Kvöldinu verði varið í að semja uppsagnarbréf. Í færslunni segir Soffía að þrjátíu bekkir hafi verið opnir á bráðamóttökunni í Fossvogi í dag en 98 sjúklingar hafi verið skráðir klukkan þrjú. Þar af 33 innlagðir sem hafi átt heima á öðrum deildum sjúkrahússins. Það hafi þó ekki verið hægt þar sem fólk var á öllum opnum bekkjum þar og rúmlega það. Biðu í meira en fimm klukkustundir Soffía segir að biðtími fólks hafi í einhverjum tilfellum farið yfir fimm klukkustundir. Hún varði deginum á biðstofunni að taka á móti fólki og forgangsraða fólki eftir veikindum. Margt af því fólki sem hún hafi ekki getað leitað til heilsugæslunnar eða læknavaktar. „Þessir dagar eru farnir að vera normið frekar en undantekningin,“ skrifaði Soffía. „Ég elska starf mitt sem bráðahjúkrunarfræðingur og hef starfað við það síðastliðin sjö ár en treysti mér ekki lengur til þess.“ Soffía sagðist hafa vonast og beðið eftir breytingum til hins betra en ástandið hafi bara versnað. Því sagðist hún ætla að taka kvöldið í að skrifa uppsagnarbréf og koma því til skila á morgun. Í samtali við Vísi segist Soffía vita til þess að nokkrir aðrir hjúkrunarfræðingar ætli að gera slíkt hið sama. Þar að auki hafi þó nokkrir sagt upp þann fyrsta mars síðastliðinn. „Þetta er ástand sem við höfum kallað og hrópað um síðustu sex, sjö árin,“ segir Soffía í samtali við Vísi. Hún segir mikinn skort á hjúkrunarfræðingum á allar deildir og fólk sitji fast á bráðamóttökunni. „Við rekum eina til tvær góðar legudeildir á bráðamóttökunni og það er fyrir utan bráðamóttökuplássin þar.“ Hún vísar til þess að í dag hafi verið þrjátíu pláss á bráðamóttökunni en sjúklingarnir hundrað. „Fólk var búið að bíða í marga klukkutíma, bráðveikt og með alls konar veikindi. Það komst ekki inn því við áttum hreinlega ekki einn stól fyrir það.“ Ástandið versnað með hverju árinu Soffía segir þetta ástand hafa versnað með hverju árinu og hún hafi aldrei séð það eins slæmt og um þessar mundir. „Sjúkrabílar bíða í röðum í skúrnum því við eigum ekki bekk fyrir sjúklinga,“ segir hún. Soffía segist telja von á einhverjum uppsagnarbréfum frá hjúkrunarfræðingum um mánaðamótin og óttast hún að bráðamóttakan verði óstarfhæf á næstunni. Nú sé sumarið að koma með tilheyrandi sumarfríum. „Við erum búin að vara við þessu í mörg ár. Ráðherrar hafa komið í heimsókn og séð ástandi en það virðast ekki vera neinar lausnir,“ segir Soffía. „Þess vegna er maður að gefast upp. Maður sér enga lausn framundan.“ Soffía segir að bæta þurfi kjör og aðstæður hjúkrunarfræðinga. Þess þurfi til að fá menntaða hjúkrunarfræðinga til starfa hjá spítalanum og manna þau rúm sem til eru. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Soffía Steingrímsdóttir birti í kvöld færslu á Facebook þar sem hún lýsir deginum í dag og hvernig hann fyllti mælinn. Kvöldinu verði varið í að semja uppsagnarbréf. Í færslunni segir Soffía að þrjátíu bekkir hafi verið opnir á bráðamóttökunni í Fossvogi í dag en 98 sjúklingar hafi verið skráðir klukkan þrjú. Þar af 33 innlagðir sem hafi átt heima á öðrum deildum sjúkrahússins. Það hafi þó ekki verið hægt þar sem fólk var á öllum opnum bekkjum þar og rúmlega það. Biðu í meira en fimm klukkustundir Soffía segir að biðtími fólks hafi í einhverjum tilfellum farið yfir fimm klukkustundir. Hún varði deginum á biðstofunni að taka á móti fólki og forgangsraða fólki eftir veikindum. Margt af því fólki sem hún hafi ekki getað leitað til heilsugæslunnar eða læknavaktar. „Þessir dagar eru farnir að vera normið frekar en undantekningin,“ skrifaði Soffía. „Ég elska starf mitt sem bráðahjúkrunarfræðingur og hef starfað við það síðastliðin sjö ár en treysti mér ekki lengur til þess.“ Soffía sagðist hafa vonast og beðið eftir breytingum til hins betra en ástandið hafi bara versnað. Því sagðist hún ætla að taka kvöldið í að skrifa uppsagnarbréf og koma því til skila á morgun. Í samtali við Vísi segist Soffía vita til þess að nokkrir aðrir hjúkrunarfræðingar ætli að gera slíkt hið sama. Þar að auki hafi þó nokkrir sagt upp þann fyrsta mars síðastliðinn. „Þetta er ástand sem við höfum kallað og hrópað um síðustu sex, sjö árin,“ segir Soffía í samtali við Vísi. Hún segir mikinn skort á hjúkrunarfræðingum á allar deildir og fólk sitji fast á bráðamóttökunni. „Við rekum eina til tvær góðar legudeildir á bráðamóttökunni og það er fyrir utan bráðamóttökuplássin þar.“ Hún vísar til þess að í dag hafi verið þrjátíu pláss á bráðamóttökunni en sjúklingarnir hundrað. „Fólk var búið að bíða í marga klukkutíma, bráðveikt og með alls konar veikindi. Það komst ekki inn því við áttum hreinlega ekki einn stól fyrir það.“ Ástandið versnað með hverju árinu Soffía segir þetta ástand hafa versnað með hverju árinu og hún hafi aldrei séð það eins slæmt og um þessar mundir. „Sjúkrabílar bíða í röðum í skúrnum því við eigum ekki bekk fyrir sjúklinga,“ segir hún. Soffía segist telja von á einhverjum uppsagnarbréfum frá hjúkrunarfræðingum um mánaðamótin og óttast hún að bráðamóttakan verði óstarfhæf á næstunni. Nú sé sumarið að koma með tilheyrandi sumarfríum. „Við erum búin að vara við þessu í mörg ár. Ráðherrar hafa komið í heimsókn og séð ástandi en það virðast ekki vera neinar lausnir,“ segir Soffía. „Þess vegna er maður að gefast upp. Maður sér enga lausn framundan.“ Soffía segir að bæta þurfi kjör og aðstæður hjúkrunarfræðinga. Þess þurfi til að fá menntaða hjúkrunarfræðinga til starfa hjá spítalanum og manna þau rúm sem til eru.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira