Mark Hlínar dugði ekki til í dramatískum Íslendingaslag Valur Páll Eiríksson skrifar 30. maí 2022 19:16 Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar höfðu betur þrátt fyrir mark Hlínar seint í leiknum. Twitter @fotbollskanal Tveir leikir fóru fram í úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð í kvöld er 11. umferð deildarinnar kláraðist. Þrír Íslendingar komu við sögu og komst ein á blað. Guðrún Arnardóttir var í byrjunarliði Rosengård sem tók á móti Piteå í Íslendingaslag, en Hlín Eiríksdóttir byrjaði einnig hjá síðarnefnda liðinu. Fyrirfram hefði mátt flokka leikinn sem formsatriði fyrir taplaust lið Rosengård sem gat farið á topp deildarinnar með sigri. Piteå náði að halda aftur af heimakonum í 62 mínútur áður en stíflan brast. Lítill uppgjafartónn var í gestunum og tókst Hlín Eiríksdóttur að jafna metin á 81. mínútu. Allt virtist stefna í jafntefli liðanna en framherjinn Stefanie-Antonia Sanders frá Þýskalandi skoraði sigurmark Rosengård í uppbótartíma. Með 2-1 sigri sínum komst Rosengård upp fyrir Linköping á topp deildarinnar, en Linköping hafði komist á toppinn með sigri á Häcken um helgina. Rosengård er með 27 stig á toppi deildarinnar, tveimur fyrir ofan Linköping. Piteå er aftur á móti með 14 stig í 9. sæti, sjö stigum fyrir ofan fallsvæðið. Þægilegt hjá Kristianstad Elísabet Gunnarsdóttir var með þær Amöndu Andradóttur og Emelíu Óskardóttur báðar á varamannabekknum hjá Rosengård sem heimsótti Umeå. Kristianstad var með 1-0 forystu í leikhléi eftir mark varnarmannsins Miu Carlsson sem skoraði eftir hornspyrnu á 38. mínútu. Hin kanadíska Gabrielle Carle skoraði svo sitt fyrsta mark fyrir félagið er hún gulltryggði 2-0 sigur Kristianstad tæpum stundarfjórðungi fyrir leikslok. Amanda kom inn af bekknum á 83. mínútu í leiknum. Sigur Kristianstad kemur liðinu upp fyrir Eskiltuna í 5. sæti deildarinnar með 21 stig, stigi frá Vittsjö sem er sæti ofar og aðeins tveimur á eftir Häcken í 3. sætinu. Umeå er í 12. sæti, umspilssæti fyrir falli, með sjö stig, stigi fyrir ofan Brommopojkarna sem er með sex stig í efra fallsæti deildarinnar. Sænski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Guðrún Arnardóttir var í byrjunarliði Rosengård sem tók á móti Piteå í Íslendingaslag, en Hlín Eiríksdóttir byrjaði einnig hjá síðarnefnda liðinu. Fyrirfram hefði mátt flokka leikinn sem formsatriði fyrir taplaust lið Rosengård sem gat farið á topp deildarinnar með sigri. Piteå náði að halda aftur af heimakonum í 62 mínútur áður en stíflan brast. Lítill uppgjafartónn var í gestunum og tókst Hlín Eiríksdóttur að jafna metin á 81. mínútu. Allt virtist stefna í jafntefli liðanna en framherjinn Stefanie-Antonia Sanders frá Þýskalandi skoraði sigurmark Rosengård í uppbótartíma. Með 2-1 sigri sínum komst Rosengård upp fyrir Linköping á topp deildarinnar, en Linköping hafði komist á toppinn með sigri á Häcken um helgina. Rosengård er með 27 stig á toppi deildarinnar, tveimur fyrir ofan Linköping. Piteå er aftur á móti með 14 stig í 9. sæti, sjö stigum fyrir ofan fallsvæðið. Þægilegt hjá Kristianstad Elísabet Gunnarsdóttir var með þær Amöndu Andradóttur og Emelíu Óskardóttur báðar á varamannabekknum hjá Rosengård sem heimsótti Umeå. Kristianstad var með 1-0 forystu í leikhléi eftir mark varnarmannsins Miu Carlsson sem skoraði eftir hornspyrnu á 38. mínútu. Hin kanadíska Gabrielle Carle skoraði svo sitt fyrsta mark fyrir félagið er hún gulltryggði 2-0 sigur Kristianstad tæpum stundarfjórðungi fyrir leikslok. Amanda kom inn af bekknum á 83. mínútu í leiknum. Sigur Kristianstad kemur liðinu upp fyrir Eskiltuna í 5. sæti deildarinnar með 21 stig, stigi frá Vittsjö sem er sæti ofar og aðeins tveimur á eftir Häcken í 3. sætinu. Umeå er í 12. sæti, umspilssæti fyrir falli, með sjö stig, stigi fyrir ofan Brommopojkarna sem er með sex stig í efra fallsæti deildarinnar.
Sænski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira