Mark Hlínar dugði ekki til í dramatískum Íslendingaslag Valur Páll Eiríksson skrifar 30. maí 2022 19:16 Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar höfðu betur þrátt fyrir mark Hlínar seint í leiknum. Twitter @fotbollskanal Tveir leikir fóru fram í úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð í kvöld er 11. umferð deildarinnar kláraðist. Þrír Íslendingar komu við sögu og komst ein á blað. Guðrún Arnardóttir var í byrjunarliði Rosengård sem tók á móti Piteå í Íslendingaslag, en Hlín Eiríksdóttir byrjaði einnig hjá síðarnefnda liðinu. Fyrirfram hefði mátt flokka leikinn sem formsatriði fyrir taplaust lið Rosengård sem gat farið á topp deildarinnar með sigri. Piteå náði að halda aftur af heimakonum í 62 mínútur áður en stíflan brast. Lítill uppgjafartónn var í gestunum og tókst Hlín Eiríksdóttur að jafna metin á 81. mínútu. Allt virtist stefna í jafntefli liðanna en framherjinn Stefanie-Antonia Sanders frá Þýskalandi skoraði sigurmark Rosengård í uppbótartíma. Með 2-1 sigri sínum komst Rosengård upp fyrir Linköping á topp deildarinnar, en Linköping hafði komist á toppinn með sigri á Häcken um helgina. Rosengård er með 27 stig á toppi deildarinnar, tveimur fyrir ofan Linköping. Piteå er aftur á móti með 14 stig í 9. sæti, sjö stigum fyrir ofan fallsvæðið. Þægilegt hjá Kristianstad Elísabet Gunnarsdóttir var með þær Amöndu Andradóttur og Emelíu Óskardóttur báðar á varamannabekknum hjá Rosengård sem heimsótti Umeå. Kristianstad var með 1-0 forystu í leikhléi eftir mark varnarmannsins Miu Carlsson sem skoraði eftir hornspyrnu á 38. mínútu. Hin kanadíska Gabrielle Carle skoraði svo sitt fyrsta mark fyrir félagið er hún gulltryggði 2-0 sigur Kristianstad tæpum stundarfjórðungi fyrir leikslok. Amanda kom inn af bekknum á 83. mínútu í leiknum. Sigur Kristianstad kemur liðinu upp fyrir Eskiltuna í 5. sæti deildarinnar með 21 stig, stigi frá Vittsjö sem er sæti ofar og aðeins tveimur á eftir Häcken í 3. sætinu. Umeå er í 12. sæti, umspilssæti fyrir falli, með sjö stig, stigi fyrir ofan Brommopojkarna sem er með sex stig í efra fallsæti deildarinnar. Sænski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Sjá meira
Guðrún Arnardóttir var í byrjunarliði Rosengård sem tók á móti Piteå í Íslendingaslag, en Hlín Eiríksdóttir byrjaði einnig hjá síðarnefnda liðinu. Fyrirfram hefði mátt flokka leikinn sem formsatriði fyrir taplaust lið Rosengård sem gat farið á topp deildarinnar með sigri. Piteå náði að halda aftur af heimakonum í 62 mínútur áður en stíflan brast. Lítill uppgjafartónn var í gestunum og tókst Hlín Eiríksdóttur að jafna metin á 81. mínútu. Allt virtist stefna í jafntefli liðanna en framherjinn Stefanie-Antonia Sanders frá Þýskalandi skoraði sigurmark Rosengård í uppbótartíma. Með 2-1 sigri sínum komst Rosengård upp fyrir Linköping á topp deildarinnar, en Linköping hafði komist á toppinn með sigri á Häcken um helgina. Rosengård er með 27 stig á toppi deildarinnar, tveimur fyrir ofan Linköping. Piteå er aftur á móti með 14 stig í 9. sæti, sjö stigum fyrir ofan fallsvæðið. Þægilegt hjá Kristianstad Elísabet Gunnarsdóttir var með þær Amöndu Andradóttur og Emelíu Óskardóttur báðar á varamannabekknum hjá Rosengård sem heimsótti Umeå. Kristianstad var með 1-0 forystu í leikhléi eftir mark varnarmannsins Miu Carlsson sem skoraði eftir hornspyrnu á 38. mínútu. Hin kanadíska Gabrielle Carle skoraði svo sitt fyrsta mark fyrir félagið er hún gulltryggði 2-0 sigur Kristianstad tæpum stundarfjórðungi fyrir leikslok. Amanda kom inn af bekknum á 83. mínútu í leiknum. Sigur Kristianstad kemur liðinu upp fyrir Eskiltuna í 5. sæti deildarinnar með 21 stig, stigi frá Vittsjö sem er sæti ofar og aðeins tveimur á eftir Häcken í 3. sætinu. Umeå er í 12. sæti, umspilssæti fyrir falli, með sjö stig, stigi fyrir ofan Brommopojkarna sem er með sex stig í efra fallsæti deildarinnar.
Sænski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Sjá meira