Íslenski boltinn

Sömu lið og mættust í úrslitum í fyrra

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Karitas Tómasdóttir skorar í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna 2021. Breiðablik vann þá 4-0 sigur á Þrótti.
Karitas Tómasdóttir skorar í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna 2021. Breiðablik vann þá 4-0 sigur á Þrótti. vísir/Hulda Margrét

Liðin sem mættust í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna í fyrra eigast við í átta liða úrslitum keppninnar í ár. Dregið var í átta liða úrslit Mjólkurbikars kvenna og sextán liða úrslit Mjólkurbikars karla í dag.

Breiðablik vann 4-0 sigur á Þrótti í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna á síðasta ári. Þróttarar fá nú tækifæri til að ná fram hefndum.

Íslandsmeistarar Vals mæta KR, Selfoss og Þór/KA eigast við og Stjarnan sækir ÍBV heim. Leikirnir í átta liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna fara fram 10. og 11. júní.

Átta liða úrslit Mjólkurbikars kvenna

 • Breiðablik-Þróttur
 • ÍBV-Stjarnan
 • Selfoss-Þór/KA
 • Valur-KR

Víkingur, bikarmeistarar karla, sækja topplið Lengjudeildarinnar, Selfoss, heim í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla. Njarðvík, sem vann óvæntan 1-4 sigur á Keflavík í 32-liða úrslitunum, fær KR í heimsókn.

Tveir Bestu deildarslagir eru í sextán liða úrslitunum. KA og Fram eigast við á Akureyri og ÍA fær topplið Breiðabliks í heimsókn.

Leikirnir í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla fara fram 26.-28. júní.

Sextán liða úrslit Mjólkurbikars karla

 • ÍA-Breiðablik
 • FH-ÍR
 • KA-Fram
 • Selfoss-Víkingur R.
 • Ægir-Fylkir
 • HK-Dalvík/Reynir
 • Njarðvík-KR
 • Kórdrengir-AftureldingFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.