Erlent

Tveir skotnir til bana í Ör­ebro í nótt

Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Lögregla í sænsku borginni Örebro kannar nú hvort málin tvö tengist.
Lögregla í sænsku borginni Örebro kannar nú hvort málin tvö tengist. Getty

Tveir menn á þrítugsaldri voru skotnir til bana í sænsku borginni Örebro í gærkvöldi.

Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem slíkt gerist í borginni en á föstudaginn fannst maður skotinn til bana í bíl í sama hverfi, Varberga.

SVT segir frá því að lögregla í borginni kanni nú hvort málin tvö tengist en enginn hefur verið handtekinn enn sem komið er.

Mennirnir sem létust í gær voru báðir á lífi þegar þeir fundust en létust skömmu síðar.

Morðin voru framin á leikskólalóð í Örebro og verða skólarnir á svæðinu lokaðir í dag sökum rannsóknar málsins.

Mennirnir sem létust í gærkvöldi voru báðir á þrítugsaldri og búsettir í Örebro.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×