Gullpálminn fyrir ádeilu með löngu æluatriði Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2022 11:24 Ruben Östlund var sigurreifur í Cannes í gærkvöldi. AP/Vianney Le Caer/Invision Kvikmyndin „Þríhyrningur depurðarinnar“ eftir sænska leikstjórann Ruben Östlund hlaut Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gærkvöldi. Henni er lýst sem meinhæðinni samfélagsádeilu með langdregnu æluatriði. Þetta er í annað skiptið sem Östland vinnur Gullpálmann. Mynd hans „Torgið“ hlaut verðlaunin sem besta myndin árið 2017. „Þríhyrningur depurðinnar“ fjallar um fyrirsætur og auðkýfinga sem lenda í lífsháska í lúxussiglingu sem umturnar samfélagsskipaninni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Þegar við byrjuðum á myndinni held ég að ég hafi hat eitt markmið, að reyna virkilega að gera spennandi mynd fyrir áhorfendur og búa til efni sem vekur þá til umhugsunar. Við vildum skemmta þeim, við vildum að þeir spyrðu sig spurninga, við vildum að þeir hefðu eitthvað að ræða um eftir að sýningunni lyki,“ sagði Östlund við fréttamenn. Verðlaunin fyrir bestu leikstjórn féllu í skaut Park Chan-wook frá Suður-Kóreu fyrir erótísku glæpasöguna „Ákvörðun um að fara“. Hann er einna helst þekktur fyrir myndina „Gamla strák“ (e. Oldboy) frá árinu 2003. Suðurkóreumaður hlaut einnig verðlaunin sem besti leikarinn. Þau vann Song Kang-ho fyrir myndina „Miðlarann“. Song hlaut heimsfrægð fyrir leik sinn í suðurkóresku Óskarsveðlaunamyndinni „Snýkjudýri“ árið 2019. Svíþjóð Cannes Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Þetta er í annað skiptið sem Östland vinnur Gullpálmann. Mynd hans „Torgið“ hlaut verðlaunin sem besta myndin árið 2017. „Þríhyrningur depurðinnar“ fjallar um fyrirsætur og auðkýfinga sem lenda í lífsháska í lúxussiglingu sem umturnar samfélagsskipaninni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Þegar við byrjuðum á myndinni held ég að ég hafi hat eitt markmið, að reyna virkilega að gera spennandi mynd fyrir áhorfendur og búa til efni sem vekur þá til umhugsunar. Við vildum skemmta þeim, við vildum að þeir spyrðu sig spurninga, við vildum að þeir hefðu eitthvað að ræða um eftir að sýningunni lyki,“ sagði Östlund við fréttamenn. Verðlaunin fyrir bestu leikstjórn féllu í skaut Park Chan-wook frá Suður-Kóreu fyrir erótísku glæpasöguna „Ákvörðun um að fara“. Hann er einna helst þekktur fyrir myndina „Gamla strák“ (e. Oldboy) frá árinu 2003. Suðurkóreumaður hlaut einnig verðlaunin sem besti leikarinn. Þau vann Song Kang-ho fyrir myndina „Miðlarann“. Song hlaut heimsfrægð fyrir leik sinn í suðurkóresku Óskarsveðlaunamyndinni „Snýkjudýri“ árið 2019.
Svíþjóð Cannes Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira