Fótbolti

Klopp flutti góðar fréttir fyrir Liverpool-menn

Sindri Sverrisson skrifar
Fabinho og Thiago liðka sig til á æfingu Liverpool á Stade de France í dag.
Fabinho og Thiago liðka sig til á æfingu Liverpool á Stade de France í dag. Getty/Matthias Hangst

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir útlitið gott varðandi miðjumennina Fabinho og Thiago fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu annað kvöld.

„Andrúmsloftið er mjög gott og við erum spenntir yfir að vera mættir hingað, að venjast leikvanginum og aðstæðum,“ sagði Klopp á síðasta blaðamannafundi sínum fyrir leikinn.

Aðspurður um stöðuna á Thiago og Fabinho, sem óvissa hefur ríkt um vegna meiðsla, svaraði sá þýski: „Þetta lítur vel út varðandi bæði Thiago og Fabinho. Fabinho hefur æft eðlilega og Thiago æfði með liðinu í gær, æfir aftur í dag og við metum svo stöðuna eftir það.“

Fabinho verður í byrjunarliði Liverpool á morgun samkvæmt líklegum byrjunarliðum liðanna á vef UEFA en þau má sjá hér að neðan:

Liverpool: Alisson; Alexander-Arnold, Konaté, Van Dijk, Robertson; Henderson, Fabinho, Keïta; Salah, Mané, Luis Díaz.

Real Madrid: Courtois; Carvajal, Éder Militão, Alaba, Mendy; Kroos, Casemiro, Modrić; Valverde, Benzema, Vinícius Júnior.




Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.