Metin sem gætu fallið á morgun Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2022 13:31 Karim Benzema, Carlo Ancelotti og Alisson gætu allir skráð sig á spjöld sögunnar annað kvöld. Getty Það ræðst annað kvöld hvort Liverpool eða Real Madrid landar Evrópumeistaratitlinum í fótbolta karla. Met gætu fallið á Stade de France leikvanginum í París þar sem úrslitaleikurinn fer fram. Liverpool mætir til leiks eftir að hafa unnið enska bikarinn og deildabikarinn en með miklum naumindum misst af enska meistaratitlinum. Real fagnaði spænska meistaratitlinum fyrir mánuði síðan. Real Madrid getur bætt eigið met yfir flesta Evrópumeistaratitla en félagið hefur unnið 13 slíka, þar af fjórum sinnum á síðastliðnum átta árum. Liverpool hefur sex sinnum orðið Evrópumeistari, síðast árið 2019. Tölfræðiveitan Squawka er svo í startholunum með það að benda á forvitnilegar staðreyndir og met sem gætu fallið á morgun og nefnir nokkur dæmi: It's Liverpool against Real Madrid in the #UCLfinal Here are some tweets you see on Saturday. @Betfred | #UCL pic.twitter.com/9hLzYhoUht— Squawka (@Squawka) May 26, 2022 Ef Real Madrid vinnur verður Carlo Ancelotti fyrsti knattspyrnustjóri sögunnar til að vinna fjóra Evrópumeistaratitla. Hann hefur unnið keppnina tvisvar með AC Milan og svo með Real Madrid árið 2014. Ef Liverpool vinnur verður liðið það fyrsta til að vinna Real Madrid í úrslitaleik frá því að nafni keppninnar var breytt í Meistaradeild Evrópu árið 1992. Ef Karim Benzema skorar slær hann met Cristiano Ronaldo yfir flest mörk skoruð í einni og sömu útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Benzema hefur þegar skorað tíu mörk og jafnað met Ronaldos en Benzema skoraði þrjú mörk í einvíginu við Manchester City, fjögur í einvíginu við Chelsea og þrjú gegn PSG. Ef Alisson heldur marki sínu hreinu verður hann fyrstur til að ná að gera það í fleiri en einum úrslitaleik frá því að Meistaradeildin var stofnuð árið 1992. Ef Gareth Bale skorar mark jafnar hann met Cristiano Ronaldo yfir flest mörk skoruð í úrslitaleikjum Meistaradeildarinnar. Bale hefur skorað þrjú mörk í úrslitaleikjum, þar af tvö gegn Liverpool í 3-1 sigrinum 2018. Ef Sadio Mané skorar verður hann kominn með 16 mörk í útsláttarkeppnum í Meistaradeild Evrópu, fleiri en nokkur leikmaður ensks félags hefur skorað. Hann deilir núna metinu með Frank Lampard. Ef Luka Modric skorar munu tveir 36 ára leikmenn hafa afrekað það að skora í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Paolo Maldini hefur gert það og það var einmitt gegn Liverpool. Ef enskur leikmaður skorar verður það í fyrsta sinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu frá því að Wayne Rooney skoraði gegn Barcelona árið 2011. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Liverpool mætir til leiks eftir að hafa unnið enska bikarinn og deildabikarinn en með miklum naumindum misst af enska meistaratitlinum. Real fagnaði spænska meistaratitlinum fyrir mánuði síðan. Real Madrid getur bætt eigið met yfir flesta Evrópumeistaratitla en félagið hefur unnið 13 slíka, þar af fjórum sinnum á síðastliðnum átta árum. Liverpool hefur sex sinnum orðið Evrópumeistari, síðast árið 2019. Tölfræðiveitan Squawka er svo í startholunum með það að benda á forvitnilegar staðreyndir og met sem gætu fallið á morgun og nefnir nokkur dæmi: It's Liverpool against Real Madrid in the #UCLfinal Here are some tweets you see on Saturday. @Betfred | #UCL pic.twitter.com/9hLzYhoUht— Squawka (@Squawka) May 26, 2022 Ef Real Madrid vinnur verður Carlo Ancelotti fyrsti knattspyrnustjóri sögunnar til að vinna fjóra Evrópumeistaratitla. Hann hefur unnið keppnina tvisvar með AC Milan og svo með Real Madrid árið 2014. Ef Liverpool vinnur verður liðið það fyrsta til að vinna Real Madrid í úrslitaleik frá því að nafni keppninnar var breytt í Meistaradeild Evrópu árið 1992. Ef Karim Benzema skorar slær hann met Cristiano Ronaldo yfir flest mörk skoruð í einni og sömu útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Benzema hefur þegar skorað tíu mörk og jafnað met Ronaldos en Benzema skoraði þrjú mörk í einvíginu við Manchester City, fjögur í einvíginu við Chelsea og þrjú gegn PSG. Ef Alisson heldur marki sínu hreinu verður hann fyrstur til að ná að gera það í fleiri en einum úrslitaleik frá því að Meistaradeildin var stofnuð árið 1992. Ef Gareth Bale skorar mark jafnar hann met Cristiano Ronaldo yfir flest mörk skoruð í úrslitaleikjum Meistaradeildarinnar. Bale hefur skorað þrjú mörk í úrslitaleikjum, þar af tvö gegn Liverpool í 3-1 sigrinum 2018. Ef Sadio Mané skorar verður hann kominn með 16 mörk í útsláttarkeppnum í Meistaradeild Evrópu, fleiri en nokkur leikmaður ensks félags hefur skorað. Hann deilir núna metinu með Frank Lampard. Ef Luka Modric skorar munu tveir 36 ára leikmenn hafa afrekað það að skora í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Paolo Maldini hefur gert það og það var einmitt gegn Liverpool. Ef enskur leikmaður skorar verður það í fyrsta sinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu frá því að Wayne Rooney skoraði gegn Barcelona árið 2011.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira