Fótbolti

Eigandi breytti um vítaskyttu, vítið fór forgörðum, liðið féll og hann lagði það svo niður

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stoyne Manolov bannaði Yusupha Yaffa að taka vítaspyrnuna mikilvægu.
Stoyne Manolov bannaði Yusupha Yaffa að taka vítaspyrnuna mikilvægu.

Eiganda búlgarska fótboltaliðsins Tsarsko Selo varð all svakalega á í messunni í lokaumferð búlgörsku úrvalsdeildarinnar.

Tsarsko Selo mætti þá Lokomotiv Sofia og þurfti að vinna til að halda sæti sínu í deildinni. Lokomotiv Sofia komst yfir á 26. mínútu en Tsarsko Selo jafnaði sjö mínútum fyrir leikslok.

Í uppbótartíma fékk liðið svo vítaspyrnu og Yusupha Yaffa bjó sig undir að taka hana. Eigandi Tsarsko Selo, Stoyne Manolov, fór þá inn á völlinn og krafðist þess að Martin Kavdanski tæki spyrnuna mikilvægu.

Eftir mikið japl, jaml og fuður tók Kavdanski spyrnuna en hún var varin og Tsarsko Selo féll því niður um deild.

Daginn eftir tilkynnti Manolov að hann væri búinn að leggja félagið niður. Hann sagði að auðveldasta leiðin til að tapa peningum væri að fjárfesta í búlgörskum fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×