„Litum aldrei á hann sem miðjumann“ Arnar Geir Halldórsson skrifar 27. maí 2022 07:01 Fabinho er einn af mikilvægustu leikmönnum Liverpool. vísir/Getty Uppgangur brasilíska miðjumannsins Fabinho er stórmerkilegur en hann er í dag lykilmaður í öflugu liði Liverpool sem mætir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu um helgina. Fabinho var eitt sinn á mála hjá Real Madrid og hefur tími hans hjá spænska stórveldinu verið rifjaður upp í tengslum við stórleik helgarinnar. Átján ára gamall var Fabinho lánaður til Real Madrid frá portúgalska smáliðinu Rio Ave. Ansi merkileg félagaskipti þá sérstaklega í ljósi þess að Fabinho var nýbúinn að skrifa undir sex ára samning við portúgalska félagið. Fabinho hafði verið fenginn til Rio Ave frá heimalandi sínu þar sem hann hafði þó aldrei spilað aðalliðsleik. Leikmannahópur Rio Ave þetta tímabilið var ansi áhugaverður þar sem liðið hafði innanborðs markverðina Jan Oblak og Ederson sem í dag eru tveir af bestu markmönnum heims. Hvað um það. 18 ára gamall Fabinho var sendur til spænska stórliðsins Real Madrid á láni tímabilið 2012/2013 þar sem hann lék þó aðallega með varaliði félagsins, Real Madrid Castilla. Fabinho (lengst til vinstri) var á mála hjá Real Madrid í eitt ár.vísir/Getty „Hann var mjög feiminn en ég var fljótur að sjá að hann hefði hæfileika,“ segir Alberto Toril, sem þjálfaði Castilla þetta tímabil. „Þegar hann kom til okkar var hann í undarlegri leikstöðu miðað við hvaða týpa af fótboltamanni hann er. Hann spilaði sem hægri bakvörður með alla sína 190 sentimetra,“ segir Toril. Fabinho þykir í dag einn allra besti varnarsinnaði miðjumaður heims en í þeirri stöðu í varaliði Real Madrid þetta tímabil var landi hans sem hefur sannarlega fest sig í sessi hjá Real Madrid, sjálfur Casemiro. Eins og Toril bendir á var enginn að spá í því að Fabinho gæti spilað sem miðjumaður. „Hann spilaði stundum sem miðvörður en aldrei sem miðjumaður. Það leit enginn á hann sem miðjumann á þessum tíma þó við værum ekki alveg vissir hver hans framtíðar leikstaða væri,“ segir Toril. Sem bakvörður fékk Fabinho þó eitt tækifæri með aðalliði Real Madrid þar sem þáverandi stjóri liðsins, Jose Mourinho, gaf honum einn leik í La Liga í 6-2 sigri á Malaga. Eins og fyrr segir hafði Fabinho gert langtímasamning við Rio Ave í Portúgal en hann spilaði þó aldrei leik fyrir það félag. Eftir tíma sinn hjá Real Madrid gekk hann í raðir Monaco, fyrst sem lánsmaður og síðar var hann keyptur. Þar átti hann hægt og rólega eftir að þróast yfir í þann öfluga miðjumann sem Liverpool lagði mikið á sig til að klófesta sumarið 2018. Óvíst er með þátttöku Fabinho í leiknum á morgun en hann hefur verið að glíma við meiðsli. Þó eru taldar meiri líkur en minni á að hann spili. Enski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira
Fabinho var eitt sinn á mála hjá Real Madrid og hefur tími hans hjá spænska stórveldinu verið rifjaður upp í tengslum við stórleik helgarinnar. Átján ára gamall var Fabinho lánaður til Real Madrid frá portúgalska smáliðinu Rio Ave. Ansi merkileg félagaskipti þá sérstaklega í ljósi þess að Fabinho var nýbúinn að skrifa undir sex ára samning við portúgalska félagið. Fabinho hafði verið fenginn til Rio Ave frá heimalandi sínu þar sem hann hafði þó aldrei spilað aðalliðsleik. Leikmannahópur Rio Ave þetta tímabilið var ansi áhugaverður þar sem liðið hafði innanborðs markverðina Jan Oblak og Ederson sem í dag eru tveir af bestu markmönnum heims. Hvað um það. 18 ára gamall Fabinho var sendur til spænska stórliðsins Real Madrid á láni tímabilið 2012/2013 þar sem hann lék þó aðallega með varaliði félagsins, Real Madrid Castilla. Fabinho (lengst til vinstri) var á mála hjá Real Madrid í eitt ár.vísir/Getty „Hann var mjög feiminn en ég var fljótur að sjá að hann hefði hæfileika,“ segir Alberto Toril, sem þjálfaði Castilla þetta tímabil. „Þegar hann kom til okkar var hann í undarlegri leikstöðu miðað við hvaða týpa af fótboltamanni hann er. Hann spilaði sem hægri bakvörður með alla sína 190 sentimetra,“ segir Toril. Fabinho þykir í dag einn allra besti varnarsinnaði miðjumaður heims en í þeirri stöðu í varaliði Real Madrid þetta tímabil var landi hans sem hefur sannarlega fest sig í sessi hjá Real Madrid, sjálfur Casemiro. Eins og Toril bendir á var enginn að spá í því að Fabinho gæti spilað sem miðjumaður. „Hann spilaði stundum sem miðvörður en aldrei sem miðjumaður. Það leit enginn á hann sem miðjumann á þessum tíma þó við værum ekki alveg vissir hver hans framtíðar leikstaða væri,“ segir Toril. Sem bakvörður fékk Fabinho þó eitt tækifæri með aðalliði Real Madrid þar sem þáverandi stjóri liðsins, Jose Mourinho, gaf honum einn leik í La Liga í 6-2 sigri á Malaga. Eins og fyrr segir hafði Fabinho gert langtímasamning við Rio Ave í Portúgal en hann spilaði þó aldrei leik fyrir það félag. Eftir tíma sinn hjá Real Madrid gekk hann í raðir Monaco, fyrst sem lánsmaður og síðar var hann keyptur. Þar átti hann hægt og rólega eftir að þróast yfir í þann öfluga miðjumann sem Liverpool lagði mikið á sig til að klófesta sumarið 2018. Óvíst er með þátttöku Fabinho í leiknum á morgun en hann hefur verið að glíma við meiðsli. Þó eru taldar meiri líkur en minni á að hann spili.
Enski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira