Erlent

Segir eigin­mann annars kennarans hafa látist úr sorg

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hvítum krossum hefur verið komið fyrir á skólalóðinni.
Hvítum krossum hefur verið komið fyrir á skólalóðinni. (Photo by Brandon Bell/Getty Images)

Joe Garcia, eiginmaður Irmu Garcia, annars kennarans sem lést í skotárásinni í Texas, er látinn úr hjartaáfalli. Fjölskyldumeðlimur segir hann hafa látist úr sorg.

Irma var ein þeirra 21 sem lét lífið í skotárásinni á þriðjudaginn, annar tveggja kennara sem týndu lífi ásamt 19 nemendum skólans.

Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa greint frá því í dag að Joe, eiginmaður hennar, hafi látist í dag, aðeins tveimur dögum eftir að eiginkona hennar lést.

Þau höfðu verið hjón í 24 ár og láta eftir sig fjögur börn.

John Martinez, frændi Irmu, greinir frá því á Twitter að Joe hafi látist. Segir Martinez að Joe hafi látist úr sorg.

Hvítum krossum hefur verið komið fyrir á skólalóðinni til minningar um börnin nítján og tvo kennarana sem létu lífið í árásinni. Foreldrar barnanna hafa sett spurningamerki við viðbragð lögreglu á vettvangi á meðan skotárásin stóð yfir


Tengdar fréttir

Snarari viðbrögð hefðu getað bjargað lífum barna

Faðir tíu ára stúlku sem lést í skotárásinni í skóla í Uvalde í Texas í Bandaríkjunum í fyrradag segir lögreglu ekki hafa brugðist nógu hratt við. Snarari viðbrögð hefðu getað bjargað lífum barna.

For­eldrar reyndu sjálfir að bjarga börnum sínum

Árásarmaðurinn sem myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í fyrradag sendi skilaboð á Facebook um að hann ætlaði að fremja skotárás í grunnskóla um fimmtán mínútum áður en hann lét til skarar skríða. Lögreglan í Uvalde hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×