Innlent

Ás­dís verði næsti bæjar­stjóri Kópa­vogs

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Ásdís Kristjánsdóttir er oddviti Sjálfstæðismanna í Kópavogi.
Ásdís Kristjánsdóttir er oddviti Sjálfstæðismanna í Kópavogi. Vísir/Vilhelm

Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, verður bæjarstjóri Kópavogs samkvæmt nýjum málefnasamningi flokksins við Framsókn.

Þetta fullyrðir Morgunblaðið og hefur eftir öruggum heimildum. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 15 á morgun þar sem Ásdís mun, ásamt Orra Hlöðverssyni, oddvita Framsóknar, kynna málefnasamning flokkanna.

Flokkarnir tveir voru í meirihluta í Kópavogi síðasta kjörtímabil. Sá meirihluti hélt velli. Sjálfstæðismenn töpuðu þó einum manni frá kosningunum 2018 á meðan Framsókn bætti við sig manni.

Orri Hlöðversson er oddviti Framsóknar.Vísir/Vilhelm

Morgunblaðið fullyrðir að Ásdís verði bæjarstjóri út kjörtímabilið, auk þess sem Framsókn muni skipa í embætti formann bæjarráðs. Þá muni embætti forseta bæjarstjórnar skiptast á milli flokkanna, þannig að hvor flokkur haldi embættinu helming kjörtímabils.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×