Menning

„Það er eins og það hafi geimfar lent þarna“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Tunglið eða Ísland? 
Tunglið eða Ísland?  RAX

Þegar Ragnar Axelsson flýgur yfir Íslandi og sólin er lágt á lofti og skuggarnir teygja úr sér, þá líður honum stundum eins og geimfara. 

„Þá getur maður starað á landið og ímyndað sér að maður sé á tunglinu,“ útskýrir ljósmyndarinn.

„Þetta er svo magnað og yfirþyrmandi fallegt og verður svo töff í svarthvítu.“ 

Nýjasta örþáttinn af RAX Augnablik má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: RAX Augnablik - Tunglið Ísland

Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. 

Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×