Menning

Hentu snjóboltum í húsið til að reyna að slökkva eldinn

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Ragnar Axelsson talar um þessa mynd í þættinum Gamla konan og húsið sem brann.
Ragnar Axelsson talar um þessa mynd í þættinum Gamla konan og húsið sem brann. RAX

Árið 1997 kynntist Ragnar Axelsson gamalli konu á Grænlandi sem bauð honum inn í húsið sitt í selssúpu. 

„Ég gat náttúrulega ekki annað en verið kurteis og borðað en hún var ekki mjög góð,“ rifjar ljósmyndarinn upp í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. 

„Alltaf þegar hún sá mig þá kallaði hún á mig.“

Örfáum dögum síðar brann húsið hennar um miðja nótt. Frásögnina má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. 

Klippa: RAX Augnablik - Gamla konan og húsið sem brann

Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. 

Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×