Innlent

Vonast til að kynna nýjan meiri­hluta í Norður­þingi eftir helgi

Atli Ísleifsson skrifar
Hjálmar Bogi Hafliðason, oddviti Framsóknar, og Hafrún Olgeirsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna, leiða umræðurnar.
Hjálmar Bogi Hafliðason, oddviti Framsóknar, og Hafrún Olgeirsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna, leiða umræðurnar. Framsókn/Sjálfstæðisflokkur

Hjálmar Bogi Hafliðason, oddviti Framsóknar í Norðurþingi, segist vona til að hægt verði að kynna málefnasamning nýs meirihluta í sveitarfélaginu strax eftir helgi. Framsókn og Sjálfstæðismenn hafa síðustu daga átt í viðræðum um myndun nýs meirihluta.

Hjálmar Bogi segir viðræðurnar hafa gengið vel. „Við erum að vanda okkur og vonandi getur sveitarstjórn unnið vel saman á kjörtímabilinu.“

Hann segir að sveitarstjóri verði faglega ráðinn og að ekki muni neinn sveitarstjórnarfulltrúi gegna stöðu sveitarstjóra.

Sjálfstæðisflokkur, VG og Samfylkingin og óháðir mynduðu fimm fulltrúa meirihluta að loknum kosningunum árið 2018.

Framsókn fékk 31,6 prósent atkvæða og þrjá menn kjörna og Sjálfstæðisflokkurinn 23,9 prósent og tvo menn kjörna. Níu fulltrúar í sveitarstjórn Norðurþings. Hjálmar Bogi og Hafrún Olgeirsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, leiða umræðurnar.

Eftirfarandi náðu kjöri í bæjarstjórn:

  • Hjálmar Bogi Hafliðason (B)
  • Soffía Gísladóttir (B)
  • Eiður Pétursson (B)
  • Hafrún Olgeirsdóttir (D)
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir (D)
  • Áki Hauksson (M)
  • Benóný Valur Jakobsson (S)
  • Aldey Unnar Traustadóttir (V)
  • Ingibjörg Benediktsdóttir (V)

Húsavík, Raufarhöfn og Kópasker eru stærstu þéttbýlisstaðirnir í Norðurþingi.

B-listinn fékk 31,6 prósent og þrjá menn kjörna og D-listinn 23,9 prósent og tvo menn kjörna í kosningunum 14. maí. Alls eiga níu fulltrúar sæti í sveitarstjórn Norðurþings.

Hjálmar Bogi Hafliðason, oddviti B-lista og Hafrún Olgeirsdóttir, oddviti D-lista leiða meirihlutaviðræðurnar. 


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.