Ólíklegt að skotárásin leiði til breytinga Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. maí 2022 13:30 Silja Bára Ómarsdóttir. Vísir/Vilhelm Á meðan Repúblikanar geta tafið mál í bandaríska þinginu og komið í veg fyrir framgang þeirra eru ólíklegt að breytingar verði á skotvopnalöggjöf þar í landi að mati alþjóðastjórnmálafræðings. Skotárásin á barnaskóla í bænum Uvalde í suðurhluta Texas í gær hefur vakið hörð viðbrögð. Fjöldi fólks hefur kallað eftir strangari skotvopnalöggjöf í landinu. Nítján börn og tveir kennarar létust í árásinni en börnin voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásarmaðurinn hét Salvador Ramos og var átján ára. Talið er að hann hafi verið einn að verki og að hann hafi notað skammbyssu og riffil þegar hann skaut á fórnarlömb sín. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárása í Bandaríkjunum eða frá árásinni á Sandy Hook grunnskólann í Connecticut árið 2012. Fjöldi fólks hefur eftir árásina kallað eftir strangari skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. Þar á meðal Joe Biden Bandaríkjaforseti og Steve Kerr þjálfari körfuboltaliðsins Golden State Warriors. Silja Bára Ómarsdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur telur viðbrögðin nú minna á viðbrögð við fyrri skotárásum og óttast að litlar breytingar verði. „Þetta er auðvitað orðið frekar fyrirsjáanlegt þegar að þessar skotárásir verða að Demókratar bregðast við með því að kalla eftir harðari aðgerðum, lagasetningu og banni við skotvopnaeignum en fulltrúar Repúblikana, eins og heyrðist strax frá Ted Cruz í kjölfar árásarinnar, segja að það muni ekki breyta neinu að setja bann. Á meðan staðan er þessi í þinginu að Repúblikanarnir geta tafið mál og komið í veg fyrir framgang þeirra þá því miður sé ég ekki fram á að það verði miklar breytingar.“ Hún segir þó alltaf möguleika á að árásir sem þessar kalli fram fjöldahreyfingar sem berjast gegn skotvopnalöggjöfinni. „Hvort að þessi árás verði sú sem að dugar til þess að kalla fram einhverja fjöldahreyfingu sem að hreinlega fer að berjast gegn þingmönnum sem að styðja skotvopnaeign af þessu tagi það er auðvitað ekki augljóst strax en hingað til hefur þetta bara ekki dugað.“ Á meðan að breytingar á skotvopnalöggjöfinni sé jafn flokkspólitískt mál sé erfitt að sjá fyrir sér að breytingar verði. „Samtök skotvopnaeigenda styðja mjög hart og með miklu fjármagni frambjóðendur Repúblikana sem að flytja þeirra mál í löggjafanum. Það er mjög erfitt að sjá fyrir sér að þetta breytist eftir allar þær árásir sem hafa orðið og í raun og veru öll þessi fjöldamorð af hverju þetta ætti að vera það sem að fyllir mælinn. Ég er allavega orðin frekar vondauf um að sjá breytingar á því.“ Skotárás í grunnskóla í Uvalde Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala. 25. maí 2022 06:38 Ein mannskæðasta skólaskotárás seinni ára: Fórnarlömbin flest á aldrinum sjö til tíu ára Nemendurnir fjórtán sem létust í skotárásinni í grunnskóla í Uvalde í Texas-ríki voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárasa í Bandaríkjunum. 24. maí 2022 23:27 Fimmtán látnir eftir skotárás í grunnskóla í Texas Fjórtán nemendur og einn kennari eru látin eftir mannskæða skotárás í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas-ríki Bandaríkjanna. 24. maí 2022 21:01 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Nítján börn og tveir kennarar létust í árásinni en börnin voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásarmaðurinn hét Salvador Ramos og var átján ára. Talið er að hann hafi verið einn að verki og að hann hafi notað skammbyssu og riffil þegar hann skaut á fórnarlömb sín. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárása í Bandaríkjunum eða frá árásinni á Sandy Hook grunnskólann í Connecticut árið 2012. Fjöldi fólks hefur eftir árásina kallað eftir strangari skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. Þar á meðal Joe Biden Bandaríkjaforseti og Steve Kerr þjálfari körfuboltaliðsins Golden State Warriors. Silja Bára Ómarsdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur telur viðbrögðin nú minna á viðbrögð við fyrri skotárásum og óttast að litlar breytingar verði. „Þetta er auðvitað orðið frekar fyrirsjáanlegt þegar að þessar skotárásir verða að Demókratar bregðast við með því að kalla eftir harðari aðgerðum, lagasetningu og banni við skotvopnaeignum en fulltrúar Repúblikana, eins og heyrðist strax frá Ted Cruz í kjölfar árásarinnar, segja að það muni ekki breyta neinu að setja bann. Á meðan staðan er þessi í þinginu að Repúblikanarnir geta tafið mál og komið í veg fyrir framgang þeirra þá því miður sé ég ekki fram á að það verði miklar breytingar.“ Hún segir þó alltaf möguleika á að árásir sem þessar kalli fram fjöldahreyfingar sem berjast gegn skotvopnalöggjöfinni. „Hvort að þessi árás verði sú sem að dugar til þess að kalla fram einhverja fjöldahreyfingu sem að hreinlega fer að berjast gegn þingmönnum sem að styðja skotvopnaeign af þessu tagi það er auðvitað ekki augljóst strax en hingað til hefur þetta bara ekki dugað.“ Á meðan að breytingar á skotvopnalöggjöfinni sé jafn flokkspólitískt mál sé erfitt að sjá fyrir sér að breytingar verði. „Samtök skotvopnaeigenda styðja mjög hart og með miklu fjármagni frambjóðendur Repúblikana sem að flytja þeirra mál í löggjafanum. Það er mjög erfitt að sjá fyrir sér að þetta breytist eftir allar þær árásir sem hafa orðið og í raun og veru öll þessi fjöldamorð af hverju þetta ætti að vera það sem að fyllir mælinn. Ég er allavega orðin frekar vondauf um að sjá breytingar á því.“
Skotárás í grunnskóla í Uvalde Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala. 25. maí 2022 06:38 Ein mannskæðasta skólaskotárás seinni ára: Fórnarlömbin flest á aldrinum sjö til tíu ára Nemendurnir fjórtán sem létust í skotárásinni í grunnskóla í Uvalde í Texas-ríki voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárasa í Bandaríkjunum. 24. maí 2022 23:27 Fimmtán látnir eftir skotárás í grunnskóla í Texas Fjórtán nemendur og einn kennari eru látin eftir mannskæða skotárás í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas-ríki Bandaríkjanna. 24. maí 2022 21:01 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala. 25. maí 2022 06:38
Ein mannskæðasta skólaskotárás seinni ára: Fórnarlömbin flest á aldrinum sjö til tíu ára Nemendurnir fjórtán sem létust í skotárásinni í grunnskóla í Uvalde í Texas-ríki voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárasa í Bandaríkjunum. 24. maí 2022 23:27
Fimmtán látnir eftir skotárás í grunnskóla í Texas Fjórtán nemendur og einn kennari eru látin eftir mannskæða skotárás í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas-ríki Bandaríkjanna. 24. maí 2022 21:01