Hætt við að senda barnshafandi konu úr landi Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 25. maí 2022 07:35 Magnús Norðdahl, lögmaður konunnar. SIGURJÓN ÓLASON Barnshafandi konu sem var í þeim hópi hælisleitenda sem til stendur að senda úr landi á næstunni hefur nú verið forðað frá brottvísun. Fréttablaðið greinir frá þessu en konan, sem er komin átta mánuði á leið, mun vera komin með vottorð frá lækni þar sem segir að ekki sé forsvaranlegt að senda hana úr landi að teknu tillits til ástands hennar. Þá er búið að senda gögn hennar til Útlendingastofnunar og lögreglu. Í blaðinu segir einnig að vænta megi þess að nánustu fjölskyldumeðlimir hennar fái einnig skjól hér á landi, í það minnsta tímabundið. Mál hælisleitendanna hefur vakið mikla athygli undanfarna daga en hópurinn telur nær 300 manns því sökum kórónuveirufaraldursins hefur ekki verið hægt að senda fólkið af landi brott. Flest fara þau til Grikklands. Í gærkvöldi kom síðan fram að ekki ríki eining innan ríkisstjórnarinnar um þessi mál. Í viðtali í tíufréttum Sjónvarps sagðist Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra ekki vera ánægður með hvernig Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hafi farið fram í málinu. Sagðist hann hafa komið þeim sjónarmiðum skýrt á framfæri á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun og bætti við að hann væri ekki einn um þá skoðun í ríkisstjórninni. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Guðmundur Ingi óánægður með Jón Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segist ekki vera ánægður með hvernig Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur haldið á og rætt um mál þeirra hælisleitenda sem stendur til að vísa úr landi á næstunni eftir langa dvöl hér á landi. Guðmundur Ingi segist hafa gert alvarlegar athugasemdir við málsmeðferð málsins á ríkisstjórnarfundi í dag. 24. maí 2022 22:48 Forsætisráðherra segir fordæmi fyrir inngripi Forsætisráðherra segir til athugunar að endurskoða það að vísa fólki úr landi til Grikklands. Heldur hefur fækkað í hópi þeirra sem vísa á úr landi á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra. 24. maí 2022 21:00 Kannar hvort tilefni sé til að endurskoða ákvarðanir um brottvísun Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra skoðar hvort hægt sé að veita einhverjum úr hópi þeirra sem vísa á úr landi atvinnuleyfi. Kanna þurfi hvort aðstæður einhverra kalli á að ákvörðun um brottvísun verði endurskoðuð. 24. maí 2022 12:03 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Fréttablaðið greinir frá þessu en konan, sem er komin átta mánuði á leið, mun vera komin með vottorð frá lækni þar sem segir að ekki sé forsvaranlegt að senda hana úr landi að teknu tillits til ástands hennar. Þá er búið að senda gögn hennar til Útlendingastofnunar og lögreglu. Í blaðinu segir einnig að vænta megi þess að nánustu fjölskyldumeðlimir hennar fái einnig skjól hér á landi, í það minnsta tímabundið. Mál hælisleitendanna hefur vakið mikla athygli undanfarna daga en hópurinn telur nær 300 manns því sökum kórónuveirufaraldursins hefur ekki verið hægt að senda fólkið af landi brott. Flest fara þau til Grikklands. Í gærkvöldi kom síðan fram að ekki ríki eining innan ríkisstjórnarinnar um þessi mál. Í viðtali í tíufréttum Sjónvarps sagðist Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra ekki vera ánægður með hvernig Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hafi farið fram í málinu. Sagðist hann hafa komið þeim sjónarmiðum skýrt á framfæri á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun og bætti við að hann væri ekki einn um þá skoðun í ríkisstjórninni.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Guðmundur Ingi óánægður með Jón Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segist ekki vera ánægður með hvernig Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur haldið á og rætt um mál þeirra hælisleitenda sem stendur til að vísa úr landi á næstunni eftir langa dvöl hér á landi. Guðmundur Ingi segist hafa gert alvarlegar athugasemdir við málsmeðferð málsins á ríkisstjórnarfundi í dag. 24. maí 2022 22:48 Forsætisráðherra segir fordæmi fyrir inngripi Forsætisráðherra segir til athugunar að endurskoða það að vísa fólki úr landi til Grikklands. Heldur hefur fækkað í hópi þeirra sem vísa á úr landi á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra. 24. maí 2022 21:00 Kannar hvort tilefni sé til að endurskoða ákvarðanir um brottvísun Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra skoðar hvort hægt sé að veita einhverjum úr hópi þeirra sem vísa á úr landi atvinnuleyfi. Kanna þurfi hvort aðstæður einhverra kalli á að ákvörðun um brottvísun verði endurskoðuð. 24. maí 2022 12:03 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Guðmundur Ingi óánægður með Jón Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segist ekki vera ánægður með hvernig Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur haldið á og rætt um mál þeirra hælisleitenda sem stendur til að vísa úr landi á næstunni eftir langa dvöl hér á landi. Guðmundur Ingi segist hafa gert alvarlegar athugasemdir við málsmeðferð málsins á ríkisstjórnarfundi í dag. 24. maí 2022 22:48
Forsætisráðherra segir fordæmi fyrir inngripi Forsætisráðherra segir til athugunar að endurskoða það að vísa fólki úr landi til Grikklands. Heldur hefur fækkað í hópi þeirra sem vísa á úr landi á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra. 24. maí 2022 21:00
Kannar hvort tilefni sé til að endurskoða ákvarðanir um brottvísun Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra skoðar hvort hægt sé að veita einhverjum úr hópi þeirra sem vísa á úr landi atvinnuleyfi. Kanna þurfi hvort aðstæður einhverra kalli á að ákvörðun um brottvísun verði endurskoðuð. 24. maí 2022 12:03