Hildur segir Sjálfstæðisflokk ekki stunda þvingunar- eða útilokunarpólitík Jakob Bjarnar skrifar 24. maí 2022 14:46 Hildur segist pollróleg vegna meirihlutaviðræðnanna í borginni. Og forvitnilegt verði að fylgjast með því hvernig ný borgarstjórn svari ákalli um breytingar. Vísir/vilhelm Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, lætur sér hvergi bregða þó Samfylking, Píratar, Viðreisn og Framsóknarflokkur ræði um útfærslu á meirihluta í Reykjavík. „Sjálfstæðisflokkurinn setti sér þá vinnureglu, sem stærsti flokkurinn ekki síst, að tala við oddvita allra flokka. Við vorum reiðubúin í samtal við oddvita allra flokka um myndun meirihluta. Við litum líka svo á að það væri ein af niðurstöðum kosninganna að fólk væri að kalla á meiri sátt í stjórnmálunum og breiðari samvinnu á hinum pólitíska ás,“ segir Hildur. Vísir leitaði viðbragða Hildar við þeim tíðindum sem bárust í morgun að meirihlutaviðræður milli áðurnefndra flokka – BSPC – standi nú yfir. Hún segist alveg róleg vegna þessara nýjustu vendinga og að Sjálfstæðismenn hafa viljað svara kalli um breiðari samvinnu. „Við stundum hvorki útilokunarpólitík né þvingunarpólitík, ekkert slíkt. Viðreisn var sannarlega búin að læsa sig inni í bandalagi og Vinstri græn voru búin að gefa það út að þau ætluðu ekki að vera hluti af meirihlutaviðræðum svo það þrengdi aðeins stöðuna. Nú er bara að sjá hvernig fer með viðræðurnar sem fram undan fara. Hvort þær nái að skapa þessa ásýnd breytinga sem kallað var eftir í kosningum,“ segir Hildur og vísar þar til kosningaslagorðs Framsóknarflokksins í kosningabaráttunni, þess efnis að atkvæði greitt þeim flokki væri atkvæði greitt breytingum. Hildur segist róleg og bíði átekta. Hún sitji nú fund borgarstjórnar að vinna að góðum málum í þágu fólksins í borginni. Hún segist jafnframt þakklát fyrir stuðninginn í kosningunum, að fjórði hver kjósandi hafi greitt Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt og slíkum stuðningi fylgi mikil ábyrgð. En þetta hljóta að mega heita vonbrigði fyrir Sjálfstæðisflokkinn? „Það er fátt sem kemur okkur úr jafnvægi. Við þekkjum hlutverk minnihluta í borgarstjórn og þurfum engan tíma til að setja okkur inn í það. Hvernig sem fer munum við vinna af krafti og metnaði í þágu fólks og fyrirtækja í borginni næstu árin.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Píratar Tengdar fréttir Segir Sjálfstæðisflokk ítrekað hafa reynt samtal við Viðreisn og VG Sjálfstæðisflokkurinn reyndi ítrekað að fá Viðreisn og Vinstri græna til samtals við sig um mögulega meirihlutamyndun. Þetta segir oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segist ekki ætla að gera kröfu um borgarstjórastólinn áður en meirihlutaviðræður hefjast. 24. maí 2022 14:31 Kolbrún sorgmædd vegna meirihlutans sem er í pípunum Kolbrún Baldursdóttir, leiðtogi Flokks fólks í borginni, lýsir yfir sárum vonbrigðum með þann meirihluta sem nú stefnir í. 24. maí 2022 13:50 Segir ljóst að ekkert breytist verði Framsókn varahjól undir bíl fallins meirihluta Óformlegar viðræður eiga sér nú stað í Reykjavík. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að lítið verði um breytingar ákveði Framsókn að vera „varahjól“ undir föllnum meirihluta. Hildur mun eiga fundi með nokkrum oddvitum í dag en vill lítið gefa upp um hverja hún hittir. 16. maí 2022 10:27 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sjá meira
„Sjálfstæðisflokkurinn setti sér þá vinnureglu, sem stærsti flokkurinn ekki síst, að tala við oddvita allra flokka. Við vorum reiðubúin í samtal við oddvita allra flokka um myndun meirihluta. Við litum líka svo á að það væri ein af niðurstöðum kosninganna að fólk væri að kalla á meiri sátt í stjórnmálunum og breiðari samvinnu á hinum pólitíska ás,“ segir Hildur. Vísir leitaði viðbragða Hildar við þeim tíðindum sem bárust í morgun að meirihlutaviðræður milli áðurnefndra flokka – BSPC – standi nú yfir. Hún segist alveg róleg vegna þessara nýjustu vendinga og að Sjálfstæðismenn hafa viljað svara kalli um breiðari samvinnu. „Við stundum hvorki útilokunarpólitík né þvingunarpólitík, ekkert slíkt. Viðreisn var sannarlega búin að læsa sig inni í bandalagi og Vinstri græn voru búin að gefa það út að þau ætluðu ekki að vera hluti af meirihlutaviðræðum svo það þrengdi aðeins stöðuna. Nú er bara að sjá hvernig fer með viðræðurnar sem fram undan fara. Hvort þær nái að skapa þessa ásýnd breytinga sem kallað var eftir í kosningum,“ segir Hildur og vísar þar til kosningaslagorðs Framsóknarflokksins í kosningabaráttunni, þess efnis að atkvæði greitt þeim flokki væri atkvæði greitt breytingum. Hildur segist róleg og bíði átekta. Hún sitji nú fund borgarstjórnar að vinna að góðum málum í þágu fólksins í borginni. Hún segist jafnframt þakklát fyrir stuðninginn í kosningunum, að fjórði hver kjósandi hafi greitt Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt og slíkum stuðningi fylgi mikil ábyrgð. En þetta hljóta að mega heita vonbrigði fyrir Sjálfstæðisflokkinn? „Það er fátt sem kemur okkur úr jafnvægi. Við þekkjum hlutverk minnihluta í borgarstjórn og þurfum engan tíma til að setja okkur inn í það. Hvernig sem fer munum við vinna af krafti og metnaði í þágu fólks og fyrirtækja í borginni næstu árin.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Píratar Tengdar fréttir Segir Sjálfstæðisflokk ítrekað hafa reynt samtal við Viðreisn og VG Sjálfstæðisflokkurinn reyndi ítrekað að fá Viðreisn og Vinstri græna til samtals við sig um mögulega meirihlutamyndun. Þetta segir oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segist ekki ætla að gera kröfu um borgarstjórastólinn áður en meirihlutaviðræður hefjast. 24. maí 2022 14:31 Kolbrún sorgmædd vegna meirihlutans sem er í pípunum Kolbrún Baldursdóttir, leiðtogi Flokks fólks í borginni, lýsir yfir sárum vonbrigðum með þann meirihluta sem nú stefnir í. 24. maí 2022 13:50 Segir ljóst að ekkert breytist verði Framsókn varahjól undir bíl fallins meirihluta Óformlegar viðræður eiga sér nú stað í Reykjavík. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að lítið verði um breytingar ákveði Framsókn að vera „varahjól“ undir föllnum meirihluta. Hildur mun eiga fundi með nokkrum oddvitum í dag en vill lítið gefa upp um hverja hún hittir. 16. maí 2022 10:27 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sjá meira
Segir Sjálfstæðisflokk ítrekað hafa reynt samtal við Viðreisn og VG Sjálfstæðisflokkurinn reyndi ítrekað að fá Viðreisn og Vinstri græna til samtals við sig um mögulega meirihlutamyndun. Þetta segir oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segist ekki ætla að gera kröfu um borgarstjórastólinn áður en meirihlutaviðræður hefjast. 24. maí 2022 14:31
Kolbrún sorgmædd vegna meirihlutans sem er í pípunum Kolbrún Baldursdóttir, leiðtogi Flokks fólks í borginni, lýsir yfir sárum vonbrigðum með þann meirihluta sem nú stefnir í. 24. maí 2022 13:50
Segir ljóst að ekkert breytist verði Framsókn varahjól undir bíl fallins meirihluta Óformlegar viðræður eiga sér nú stað í Reykjavík. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að lítið verði um breytingar ákveði Framsókn að vera „varahjól“ undir föllnum meirihluta. Hildur mun eiga fundi með nokkrum oddvitum í dag en vill lítið gefa upp um hverja hún hittir. 16. maí 2022 10:27