Hildur segir Sjálfstæðisflokk ekki stunda þvingunar- eða útilokunarpólitík Jakob Bjarnar skrifar 24. maí 2022 14:46 Hildur segist pollróleg vegna meirihlutaviðræðnanna í borginni. Og forvitnilegt verði að fylgjast með því hvernig ný borgarstjórn svari ákalli um breytingar. Vísir/vilhelm Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, lætur sér hvergi bregða þó Samfylking, Píratar, Viðreisn og Framsóknarflokkur ræði um útfærslu á meirihluta í Reykjavík. „Sjálfstæðisflokkurinn setti sér þá vinnureglu, sem stærsti flokkurinn ekki síst, að tala við oddvita allra flokka. Við vorum reiðubúin í samtal við oddvita allra flokka um myndun meirihluta. Við litum líka svo á að það væri ein af niðurstöðum kosninganna að fólk væri að kalla á meiri sátt í stjórnmálunum og breiðari samvinnu á hinum pólitíska ás,“ segir Hildur. Vísir leitaði viðbragða Hildar við þeim tíðindum sem bárust í morgun að meirihlutaviðræður milli áðurnefndra flokka – BSPC – standi nú yfir. Hún segist alveg róleg vegna þessara nýjustu vendinga og að Sjálfstæðismenn hafa viljað svara kalli um breiðari samvinnu. „Við stundum hvorki útilokunarpólitík né þvingunarpólitík, ekkert slíkt. Viðreisn var sannarlega búin að læsa sig inni í bandalagi og Vinstri græn voru búin að gefa það út að þau ætluðu ekki að vera hluti af meirihlutaviðræðum svo það þrengdi aðeins stöðuna. Nú er bara að sjá hvernig fer með viðræðurnar sem fram undan fara. Hvort þær nái að skapa þessa ásýnd breytinga sem kallað var eftir í kosningum,“ segir Hildur og vísar þar til kosningaslagorðs Framsóknarflokksins í kosningabaráttunni, þess efnis að atkvæði greitt þeim flokki væri atkvæði greitt breytingum. Hildur segist róleg og bíði átekta. Hún sitji nú fund borgarstjórnar að vinna að góðum málum í þágu fólksins í borginni. Hún segist jafnframt þakklát fyrir stuðninginn í kosningunum, að fjórði hver kjósandi hafi greitt Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt og slíkum stuðningi fylgi mikil ábyrgð. En þetta hljóta að mega heita vonbrigði fyrir Sjálfstæðisflokkinn? „Það er fátt sem kemur okkur úr jafnvægi. Við þekkjum hlutverk minnihluta í borgarstjórn og þurfum engan tíma til að setja okkur inn í það. Hvernig sem fer munum við vinna af krafti og metnaði í þágu fólks og fyrirtækja í borginni næstu árin.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Píratar Tengdar fréttir Segir Sjálfstæðisflokk ítrekað hafa reynt samtal við Viðreisn og VG Sjálfstæðisflokkurinn reyndi ítrekað að fá Viðreisn og Vinstri græna til samtals við sig um mögulega meirihlutamyndun. Þetta segir oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segist ekki ætla að gera kröfu um borgarstjórastólinn áður en meirihlutaviðræður hefjast. 24. maí 2022 14:31 Kolbrún sorgmædd vegna meirihlutans sem er í pípunum Kolbrún Baldursdóttir, leiðtogi Flokks fólks í borginni, lýsir yfir sárum vonbrigðum með þann meirihluta sem nú stefnir í. 24. maí 2022 13:50 Segir ljóst að ekkert breytist verði Framsókn varahjól undir bíl fallins meirihluta Óformlegar viðræður eiga sér nú stað í Reykjavík. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að lítið verði um breytingar ákveði Framsókn að vera „varahjól“ undir föllnum meirihluta. Hildur mun eiga fundi með nokkrum oddvitum í dag en vill lítið gefa upp um hverja hún hittir. 16. maí 2022 10:27 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
„Sjálfstæðisflokkurinn setti sér þá vinnureglu, sem stærsti flokkurinn ekki síst, að tala við oddvita allra flokka. Við vorum reiðubúin í samtal við oddvita allra flokka um myndun meirihluta. Við litum líka svo á að það væri ein af niðurstöðum kosninganna að fólk væri að kalla á meiri sátt í stjórnmálunum og breiðari samvinnu á hinum pólitíska ás,“ segir Hildur. Vísir leitaði viðbragða Hildar við þeim tíðindum sem bárust í morgun að meirihlutaviðræður milli áðurnefndra flokka – BSPC – standi nú yfir. Hún segist alveg róleg vegna þessara nýjustu vendinga og að Sjálfstæðismenn hafa viljað svara kalli um breiðari samvinnu. „Við stundum hvorki útilokunarpólitík né þvingunarpólitík, ekkert slíkt. Viðreisn var sannarlega búin að læsa sig inni í bandalagi og Vinstri græn voru búin að gefa það út að þau ætluðu ekki að vera hluti af meirihlutaviðræðum svo það þrengdi aðeins stöðuna. Nú er bara að sjá hvernig fer með viðræðurnar sem fram undan fara. Hvort þær nái að skapa þessa ásýnd breytinga sem kallað var eftir í kosningum,“ segir Hildur og vísar þar til kosningaslagorðs Framsóknarflokksins í kosningabaráttunni, þess efnis að atkvæði greitt þeim flokki væri atkvæði greitt breytingum. Hildur segist róleg og bíði átekta. Hún sitji nú fund borgarstjórnar að vinna að góðum málum í þágu fólksins í borginni. Hún segist jafnframt þakklát fyrir stuðninginn í kosningunum, að fjórði hver kjósandi hafi greitt Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt og slíkum stuðningi fylgi mikil ábyrgð. En þetta hljóta að mega heita vonbrigði fyrir Sjálfstæðisflokkinn? „Það er fátt sem kemur okkur úr jafnvægi. Við þekkjum hlutverk minnihluta í borgarstjórn og þurfum engan tíma til að setja okkur inn í það. Hvernig sem fer munum við vinna af krafti og metnaði í þágu fólks og fyrirtækja í borginni næstu árin.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Píratar Tengdar fréttir Segir Sjálfstæðisflokk ítrekað hafa reynt samtal við Viðreisn og VG Sjálfstæðisflokkurinn reyndi ítrekað að fá Viðreisn og Vinstri græna til samtals við sig um mögulega meirihlutamyndun. Þetta segir oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segist ekki ætla að gera kröfu um borgarstjórastólinn áður en meirihlutaviðræður hefjast. 24. maí 2022 14:31 Kolbrún sorgmædd vegna meirihlutans sem er í pípunum Kolbrún Baldursdóttir, leiðtogi Flokks fólks í borginni, lýsir yfir sárum vonbrigðum með þann meirihluta sem nú stefnir í. 24. maí 2022 13:50 Segir ljóst að ekkert breytist verði Framsókn varahjól undir bíl fallins meirihluta Óformlegar viðræður eiga sér nú stað í Reykjavík. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að lítið verði um breytingar ákveði Framsókn að vera „varahjól“ undir föllnum meirihluta. Hildur mun eiga fundi með nokkrum oddvitum í dag en vill lítið gefa upp um hverja hún hittir. 16. maí 2022 10:27 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
Segir Sjálfstæðisflokk ítrekað hafa reynt samtal við Viðreisn og VG Sjálfstæðisflokkurinn reyndi ítrekað að fá Viðreisn og Vinstri græna til samtals við sig um mögulega meirihlutamyndun. Þetta segir oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segist ekki ætla að gera kröfu um borgarstjórastólinn áður en meirihlutaviðræður hefjast. 24. maí 2022 14:31
Kolbrún sorgmædd vegna meirihlutans sem er í pípunum Kolbrún Baldursdóttir, leiðtogi Flokks fólks í borginni, lýsir yfir sárum vonbrigðum með þann meirihluta sem nú stefnir í. 24. maí 2022 13:50
Segir ljóst að ekkert breytist verði Framsókn varahjól undir bíl fallins meirihluta Óformlegar viðræður eiga sér nú stað í Reykjavík. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að lítið verði um breytingar ákveði Framsókn að vera „varahjól“ undir föllnum meirihluta. Hildur mun eiga fundi með nokkrum oddvitum í dag en vill lítið gefa upp um hverja hún hittir. 16. maí 2022 10:27