Hildur segir Sjálfstæðisflokk ekki stunda þvingunar- eða útilokunarpólitík Jakob Bjarnar skrifar 24. maí 2022 14:46 Hildur segist pollróleg vegna meirihlutaviðræðnanna í borginni. Og forvitnilegt verði að fylgjast með því hvernig ný borgarstjórn svari ákalli um breytingar. Vísir/vilhelm Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, lætur sér hvergi bregða þó Samfylking, Píratar, Viðreisn og Framsóknarflokkur ræði um útfærslu á meirihluta í Reykjavík. „Sjálfstæðisflokkurinn setti sér þá vinnureglu, sem stærsti flokkurinn ekki síst, að tala við oddvita allra flokka. Við vorum reiðubúin í samtal við oddvita allra flokka um myndun meirihluta. Við litum líka svo á að það væri ein af niðurstöðum kosninganna að fólk væri að kalla á meiri sátt í stjórnmálunum og breiðari samvinnu á hinum pólitíska ás,“ segir Hildur. Vísir leitaði viðbragða Hildar við þeim tíðindum sem bárust í morgun að meirihlutaviðræður milli áðurnefndra flokka – BSPC – standi nú yfir. Hún segist alveg róleg vegna þessara nýjustu vendinga og að Sjálfstæðismenn hafa viljað svara kalli um breiðari samvinnu. „Við stundum hvorki útilokunarpólitík né þvingunarpólitík, ekkert slíkt. Viðreisn var sannarlega búin að læsa sig inni í bandalagi og Vinstri græn voru búin að gefa það út að þau ætluðu ekki að vera hluti af meirihlutaviðræðum svo það þrengdi aðeins stöðuna. Nú er bara að sjá hvernig fer með viðræðurnar sem fram undan fara. Hvort þær nái að skapa þessa ásýnd breytinga sem kallað var eftir í kosningum,“ segir Hildur og vísar þar til kosningaslagorðs Framsóknarflokksins í kosningabaráttunni, þess efnis að atkvæði greitt þeim flokki væri atkvæði greitt breytingum. Hildur segist róleg og bíði átekta. Hún sitji nú fund borgarstjórnar að vinna að góðum málum í þágu fólksins í borginni. Hún segist jafnframt þakklát fyrir stuðninginn í kosningunum, að fjórði hver kjósandi hafi greitt Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt og slíkum stuðningi fylgi mikil ábyrgð. En þetta hljóta að mega heita vonbrigði fyrir Sjálfstæðisflokkinn? „Það er fátt sem kemur okkur úr jafnvægi. Við þekkjum hlutverk minnihluta í borgarstjórn og þurfum engan tíma til að setja okkur inn í það. Hvernig sem fer munum við vinna af krafti og metnaði í þágu fólks og fyrirtækja í borginni næstu árin.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Píratar Tengdar fréttir Segir Sjálfstæðisflokk ítrekað hafa reynt samtal við Viðreisn og VG Sjálfstæðisflokkurinn reyndi ítrekað að fá Viðreisn og Vinstri græna til samtals við sig um mögulega meirihlutamyndun. Þetta segir oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segist ekki ætla að gera kröfu um borgarstjórastólinn áður en meirihlutaviðræður hefjast. 24. maí 2022 14:31 Kolbrún sorgmædd vegna meirihlutans sem er í pípunum Kolbrún Baldursdóttir, leiðtogi Flokks fólks í borginni, lýsir yfir sárum vonbrigðum með þann meirihluta sem nú stefnir í. 24. maí 2022 13:50 Segir ljóst að ekkert breytist verði Framsókn varahjól undir bíl fallins meirihluta Óformlegar viðræður eiga sér nú stað í Reykjavík. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að lítið verði um breytingar ákveði Framsókn að vera „varahjól“ undir föllnum meirihluta. Hildur mun eiga fundi með nokkrum oddvitum í dag en vill lítið gefa upp um hverja hún hittir. 16. maí 2022 10:27 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
„Sjálfstæðisflokkurinn setti sér þá vinnureglu, sem stærsti flokkurinn ekki síst, að tala við oddvita allra flokka. Við vorum reiðubúin í samtal við oddvita allra flokka um myndun meirihluta. Við litum líka svo á að það væri ein af niðurstöðum kosninganna að fólk væri að kalla á meiri sátt í stjórnmálunum og breiðari samvinnu á hinum pólitíska ás,“ segir Hildur. Vísir leitaði viðbragða Hildar við þeim tíðindum sem bárust í morgun að meirihlutaviðræður milli áðurnefndra flokka – BSPC – standi nú yfir. Hún segist alveg róleg vegna þessara nýjustu vendinga og að Sjálfstæðismenn hafa viljað svara kalli um breiðari samvinnu. „Við stundum hvorki útilokunarpólitík né þvingunarpólitík, ekkert slíkt. Viðreisn var sannarlega búin að læsa sig inni í bandalagi og Vinstri græn voru búin að gefa það út að þau ætluðu ekki að vera hluti af meirihlutaviðræðum svo það þrengdi aðeins stöðuna. Nú er bara að sjá hvernig fer með viðræðurnar sem fram undan fara. Hvort þær nái að skapa þessa ásýnd breytinga sem kallað var eftir í kosningum,“ segir Hildur og vísar þar til kosningaslagorðs Framsóknarflokksins í kosningabaráttunni, þess efnis að atkvæði greitt þeim flokki væri atkvæði greitt breytingum. Hildur segist róleg og bíði átekta. Hún sitji nú fund borgarstjórnar að vinna að góðum málum í þágu fólksins í borginni. Hún segist jafnframt þakklát fyrir stuðninginn í kosningunum, að fjórði hver kjósandi hafi greitt Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt og slíkum stuðningi fylgi mikil ábyrgð. En þetta hljóta að mega heita vonbrigði fyrir Sjálfstæðisflokkinn? „Það er fátt sem kemur okkur úr jafnvægi. Við þekkjum hlutverk minnihluta í borgarstjórn og þurfum engan tíma til að setja okkur inn í það. Hvernig sem fer munum við vinna af krafti og metnaði í þágu fólks og fyrirtækja í borginni næstu árin.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Píratar Tengdar fréttir Segir Sjálfstæðisflokk ítrekað hafa reynt samtal við Viðreisn og VG Sjálfstæðisflokkurinn reyndi ítrekað að fá Viðreisn og Vinstri græna til samtals við sig um mögulega meirihlutamyndun. Þetta segir oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segist ekki ætla að gera kröfu um borgarstjórastólinn áður en meirihlutaviðræður hefjast. 24. maí 2022 14:31 Kolbrún sorgmædd vegna meirihlutans sem er í pípunum Kolbrún Baldursdóttir, leiðtogi Flokks fólks í borginni, lýsir yfir sárum vonbrigðum með þann meirihluta sem nú stefnir í. 24. maí 2022 13:50 Segir ljóst að ekkert breytist verði Framsókn varahjól undir bíl fallins meirihluta Óformlegar viðræður eiga sér nú stað í Reykjavík. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að lítið verði um breytingar ákveði Framsókn að vera „varahjól“ undir föllnum meirihluta. Hildur mun eiga fundi með nokkrum oddvitum í dag en vill lítið gefa upp um hverja hún hittir. 16. maí 2022 10:27 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Segir Sjálfstæðisflokk ítrekað hafa reynt samtal við Viðreisn og VG Sjálfstæðisflokkurinn reyndi ítrekað að fá Viðreisn og Vinstri græna til samtals við sig um mögulega meirihlutamyndun. Þetta segir oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segist ekki ætla að gera kröfu um borgarstjórastólinn áður en meirihlutaviðræður hefjast. 24. maí 2022 14:31
Kolbrún sorgmædd vegna meirihlutans sem er í pípunum Kolbrún Baldursdóttir, leiðtogi Flokks fólks í borginni, lýsir yfir sárum vonbrigðum með þann meirihluta sem nú stefnir í. 24. maí 2022 13:50
Segir ljóst að ekkert breytist verði Framsókn varahjól undir bíl fallins meirihluta Óformlegar viðræður eiga sér nú stað í Reykjavík. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að lítið verði um breytingar ákveði Framsókn að vera „varahjól“ undir föllnum meirihluta. Hildur mun eiga fundi með nokkrum oddvitum í dag en vill lítið gefa upp um hverja hún hittir. 16. maí 2022 10:27
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent