Segir ljóst að ekkert breytist verði Framsókn varahjól undir bíl fallins meirihluta Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. maí 2022 10:27 Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. vísir/vilhelm Óformlegar viðræður eiga sér nú stað í Reykjavík. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að lítið verði um breytingar ákveði Framsókn að vera „varahjól“ undir föllnum meirihluta. Hildur mun eiga fundi með nokkrum oddvitum í dag en vill lítið gefa upp um hverja hún hittir. Miklar vangaveltur eru uppi um hvaða flokkar muni mynda meirihluta í borgarstjórn en meirihlutinn féll í sveitarstjórnarkosningum á laugardag. Oddvitar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata í Reykjavík ætla að halda saman í meirihlutaviðræðum næstu daga. Frá þessu greindi Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í samtali við Vísi í morgun. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir þessa stöðu sérkennilega. „Við höfum átt í samtölum við nokkra oddvita að undanförnu og það hefur gengið ágætlega. Manni finnst þessi staða sérkennileg ekki síst vegna þess að meirihlutinn féll með nokkuð afgerandi hætti. Hann féll líka eftir síðustu kosningar þannig að það er auðvitað skýr lýðræðisleg niðurstaða og ákall eftir þessar kosningar á breytingar og breytt mynstur flokka í borginni, þannig þetta finnst mér auðvitað sérkennileg nálgun á málin en það er auðvitað nógur tími eftir og alls konar þreifingar í gangi. Ég er enn vongóð,“ sagði Hildur. Vill ræða við alla Hildur segist búin að ræða við nokkra oddvita. „Allt svona óformlegs eðlis og engar formlegar viðræður hafnar neins staðar en mér finnst eðlilegt að oddviti stærsta flokksins setji sig í samband við aðra oddvita. Sjálfstæðisflokkurinn er breiður flokkur og við útilokum aldrei neina og getum unnið með öllum þannig mér finnst sjálfsagt að tala við alla.“ Ljóst er að töluvert verður um þreifingar í borginni í dag og næstu daga. Hildur segir að oddvitar flokkanna verði að virða lýðræðislega niðurstöðu kosninganna. „Flokkarnir verða að virða lýðræðislega niðurstöðu og það er auðvitað þannig að Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn að loknum þessum kosningum. Þeir flokkar sem boðuðu breytingar fengu líka ríkan stuðning heilt yfir þannig það þarf auðvitað líka að virða lýðræðið.“ Lítið um breytingar ákveði Framsókn að vera varahjól undir föllnum meirihluta Framsóknarflokkurinn boðaði breytingar í borginni. Finnst þér líklegt að það verði breytingar ef Framsóknarflokkur ákveður að mynda meirihluta með flokkum sem setið hafa í meirihluta; Samfylkingu, Viðreisn og Pírötum? „Það er mjög ólíklegt að það verði breytingar. Framsóknarflokkurinn boðaði nýja nálgun og ákveðnar breytingar í borginni og að ganga inn í meirihluta þar sem þau [Framsóknarflokkurinn] hafa eingöngu fjóra menn af þrettán, þá hafa þau auðvitað ekki mikinn styrk til að breyta þeim áherslum sem nú hafa verið uppi. Þannig ég sé ekki fyrir mér að borgarbúar fái miklar breytingar ef þau ákveða að vera varahjól undir þessum fallna meirihluta.“ Gefur ekkert upp um fundi dagsins Ert þú að fara á fund með einhverjum í dag? Oddvita Framsóknarflokksins til dæmis? „Ég er þegar búin að eiga einhverja fundi og einhver samtöl og eins og ég segi þá erum við bara að taka stöðuna á öllum.“ Með hverjum hefur þú átt fundi í morgun? „Ég ætla ekkert að gefa upp um það en ég hitti auðvitað bæði borgarstjóra og oddvita Framsóknar í viðtali uppi í útvarpshúsi í dag og við áttum samtal í kjölfarið.“ Og eru fyrirhugaðir fundir í dag? „Það eru fyrirhugaðir einhverjir fundir í dag já.“ Og þú vilt ekki gefa upp með hverjum? „Eins og ég segi þá er ég að tala við alla.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Tengdar fréttir „Við fórum yfir stöðuna og ákváðum að halda saman“ Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í borgarstjórn segir að oddvitar meirihlutaflokkanna hafi á fundi í gær ákveðið að „halda saman“. Miklar vangaveltur eru uppi um hvaða flokkar muni mynda meirihluta í borgarstjórn en meirihlutinn féll í sveitarstjórnarkosningum á laugardag. 16. maí 2022 08:35 Kosningavaktin: Viðræður um landið og línur skýrast Línur eru farnar að skýrast víða um land hvaða flokkar muni reyna að ná saman og mynda meirihluta, í þeim sveitarfélögum þar sem einn flokkur náði ekki meirihluta. 16. maí 2022 18:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sjá meira
Miklar vangaveltur eru uppi um hvaða flokkar muni mynda meirihluta í borgarstjórn en meirihlutinn féll í sveitarstjórnarkosningum á laugardag. Oddvitar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata í Reykjavík ætla að halda saman í meirihlutaviðræðum næstu daga. Frá þessu greindi Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í samtali við Vísi í morgun. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir þessa stöðu sérkennilega. „Við höfum átt í samtölum við nokkra oddvita að undanförnu og það hefur gengið ágætlega. Manni finnst þessi staða sérkennileg ekki síst vegna þess að meirihlutinn féll með nokkuð afgerandi hætti. Hann féll líka eftir síðustu kosningar þannig að það er auðvitað skýr lýðræðisleg niðurstaða og ákall eftir þessar kosningar á breytingar og breytt mynstur flokka í borginni, þannig þetta finnst mér auðvitað sérkennileg nálgun á málin en það er auðvitað nógur tími eftir og alls konar þreifingar í gangi. Ég er enn vongóð,“ sagði Hildur. Vill ræða við alla Hildur segist búin að ræða við nokkra oddvita. „Allt svona óformlegs eðlis og engar formlegar viðræður hafnar neins staðar en mér finnst eðlilegt að oddviti stærsta flokksins setji sig í samband við aðra oddvita. Sjálfstæðisflokkurinn er breiður flokkur og við útilokum aldrei neina og getum unnið með öllum þannig mér finnst sjálfsagt að tala við alla.“ Ljóst er að töluvert verður um þreifingar í borginni í dag og næstu daga. Hildur segir að oddvitar flokkanna verði að virða lýðræðislega niðurstöðu kosninganna. „Flokkarnir verða að virða lýðræðislega niðurstöðu og það er auðvitað þannig að Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn að loknum þessum kosningum. Þeir flokkar sem boðuðu breytingar fengu líka ríkan stuðning heilt yfir þannig það þarf auðvitað líka að virða lýðræðið.“ Lítið um breytingar ákveði Framsókn að vera varahjól undir föllnum meirihluta Framsóknarflokkurinn boðaði breytingar í borginni. Finnst þér líklegt að það verði breytingar ef Framsóknarflokkur ákveður að mynda meirihluta með flokkum sem setið hafa í meirihluta; Samfylkingu, Viðreisn og Pírötum? „Það er mjög ólíklegt að það verði breytingar. Framsóknarflokkurinn boðaði nýja nálgun og ákveðnar breytingar í borginni og að ganga inn í meirihluta þar sem þau [Framsóknarflokkurinn] hafa eingöngu fjóra menn af þrettán, þá hafa þau auðvitað ekki mikinn styrk til að breyta þeim áherslum sem nú hafa verið uppi. Þannig ég sé ekki fyrir mér að borgarbúar fái miklar breytingar ef þau ákveða að vera varahjól undir þessum fallna meirihluta.“ Gefur ekkert upp um fundi dagsins Ert þú að fara á fund með einhverjum í dag? Oddvita Framsóknarflokksins til dæmis? „Ég er þegar búin að eiga einhverja fundi og einhver samtöl og eins og ég segi þá erum við bara að taka stöðuna á öllum.“ Með hverjum hefur þú átt fundi í morgun? „Ég ætla ekkert að gefa upp um það en ég hitti auðvitað bæði borgarstjóra og oddvita Framsóknar í viðtali uppi í útvarpshúsi í dag og við áttum samtal í kjölfarið.“ Og eru fyrirhugaðir fundir í dag? „Það eru fyrirhugaðir einhverjir fundir í dag já.“ Og þú vilt ekki gefa upp með hverjum? „Eins og ég segi þá er ég að tala við alla.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Tengdar fréttir „Við fórum yfir stöðuna og ákváðum að halda saman“ Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í borgarstjórn segir að oddvitar meirihlutaflokkanna hafi á fundi í gær ákveðið að „halda saman“. Miklar vangaveltur eru uppi um hvaða flokkar muni mynda meirihluta í borgarstjórn en meirihlutinn féll í sveitarstjórnarkosningum á laugardag. 16. maí 2022 08:35 Kosningavaktin: Viðræður um landið og línur skýrast Línur eru farnar að skýrast víða um land hvaða flokkar muni reyna að ná saman og mynda meirihluta, í þeim sveitarfélögum þar sem einn flokkur náði ekki meirihluta. 16. maí 2022 18:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sjá meira
„Við fórum yfir stöðuna og ákváðum að halda saman“ Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í borgarstjórn segir að oddvitar meirihlutaflokkanna hafi á fundi í gær ákveðið að „halda saman“. Miklar vangaveltur eru uppi um hvaða flokkar muni mynda meirihluta í borgarstjórn en meirihlutinn féll í sveitarstjórnarkosningum á laugardag. 16. maí 2022 08:35
Kosningavaktin: Viðræður um landið og línur skýrast Línur eru farnar að skýrast víða um land hvaða flokkar muni reyna að ná saman og mynda meirihluta, í þeim sveitarfélögum þar sem einn flokkur náði ekki meirihluta. 16. maí 2022 18:00