Með þreföld skæri og magnað mark fyrir ömmu Siggu Sindri Sverrisson skrifar 23. maí 2022 10:00 Þorleifur Úlfarsson fagnaði marki sínu með því að fara úr treyjunni og sýna bol sem á stóð: Fyrir ömmu Siggu. AP/Ashley Landis Þorleifur Úlfarsson gæti mögulega hafa skotið sér inn í næsta íslenska landsliðshóp með mögnuðum tilþrifum sínum í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta í nótt. Þorleifur fékk fyrir rúmri viku fyrsta tækifæri sitt í byrjunarliði Houston Dynamo og skoraði svo magnað mark í nótt í öðrum byrjunarliðsleik sínum, í 3-0 sigri gegn LA Galaxy í Kaliforníu. Markið má sjá hér að neðan en Þorleifur skoraði það á 62. mínútu eftir að hafa tekið þreföld skæri til að leika á varnarmann Galaxy. Þorleifur var að vonum ánægður með sitt fyrsta mark í bestu deild Bandaríkjanna og fagnaði með því að fara úr treyjunni svo hann uppskar gult spjald. Undir Houston-treyjunni var Þorleifur í bol sem á stóð: „Fyrir ömmu Siggu,“ og minntist þar með ömmu sinnar, Sigríðar Svanhildar Magnúsdóttur Snæland, sem lést fyrir sjö árum. Bandarískir miðlar leika sér með nafn Þorleifs í lýsingum á markinu hans og tala um Þórshamar og þrumur, og á Twitter-síðu Houston Dynamo segir að „sonur Óðins“ sé mættur í MLS-deildina. Í sigti Arnars landsliðsþjálfara? Houston Dymamo valdi Þorleif í nýliðavalinu í janúar en hann hafði vakið mikla athygli með frammistöðu sinni fyrir Duke í bandaríska háskólaboltanum. Þorleifur er uppalinn hjá Breiðabliki og lék einn leik með liðinu í Pepsi Max-deildinni í fyrra, sem og sex leiki í Lengjudeildinni fyrir Víking Ólafsvík. Þessi 21 árs gamli sóknarmaður er væntanlega á lista hjá Arnari Þór Viðarssyni landsliðsþjálfara yfir þá sem koma til greina þegar landsliðshópur verður valinn á miðvikudaginn fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni gegn Ísrael og Albaníu, og vináttulandsleik við San Marínó. Landsleikjatörnin hefst á útileik gegn Ísrael 2. júní. MLS Þjóðadeild UEFA Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sjá meira
Þorleifur fékk fyrir rúmri viku fyrsta tækifæri sitt í byrjunarliði Houston Dynamo og skoraði svo magnað mark í nótt í öðrum byrjunarliðsleik sínum, í 3-0 sigri gegn LA Galaxy í Kaliforníu. Markið má sjá hér að neðan en Þorleifur skoraði það á 62. mínútu eftir að hafa tekið þreföld skæri til að leika á varnarmann Galaxy. Þorleifur var að vonum ánægður með sitt fyrsta mark í bestu deild Bandaríkjanna og fagnaði með því að fara úr treyjunni svo hann uppskar gult spjald. Undir Houston-treyjunni var Þorleifur í bol sem á stóð: „Fyrir ömmu Siggu,“ og minntist þar með ömmu sinnar, Sigríðar Svanhildar Magnúsdóttur Snæland, sem lést fyrir sjö árum. Bandarískir miðlar leika sér með nafn Þorleifs í lýsingum á markinu hans og tala um Þórshamar og þrumur, og á Twitter-síðu Houston Dynamo segir að „sonur Óðins“ sé mættur í MLS-deildina. Í sigti Arnars landsliðsþjálfara? Houston Dymamo valdi Þorleif í nýliðavalinu í janúar en hann hafði vakið mikla athygli með frammistöðu sinni fyrir Duke í bandaríska háskólaboltanum. Þorleifur er uppalinn hjá Breiðabliki og lék einn leik með liðinu í Pepsi Max-deildinni í fyrra, sem og sex leiki í Lengjudeildinni fyrir Víking Ólafsvík. Þessi 21 árs gamli sóknarmaður er væntanlega á lista hjá Arnari Þór Viðarssyni landsliðsþjálfara yfir þá sem koma til greina þegar landsliðshópur verður valinn á miðvikudaginn fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni gegn Ísrael og Albaníu, og vináttulandsleik við San Marínó. Landsleikjatörnin hefst á útileik gegn Ísrael 2. júní.
MLS Þjóðadeild UEFA Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sjá meira