Fótbolti

Íslensku gulldrengirnir í viðtali eftir að hafa tryggt FCK titilinn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Orri Steinn Óskarsson, Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og Andri Fannar Baldursson Danmerkurmeistarar.
Orri Steinn Óskarsson, Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og Andri Fannar Baldursson Danmerkurmeistarar. vísir/Getty

Sveitungarnir af Skaganum, Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson, fögnuðu danska meistaratitlinum í fótbolta í gær.

Ísak og Hákon eru fæddir árið 2003 og voru báðir í byrjunarliði danska stórliðsins FCK þegar liðið mætti Álaborg í lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar í gær.

Þeir áttu stóran þátt í 3-0 sigri liðsins sem tryggði meistaratitilinn.

Að leik loknum voru þeir teknir í viðtal sem sjá má hér að neðan en báðir eru þeir á sínu fyrsta ári með aðalliði FCK; Ísak eftir að hafa verið keyptur fyrir háa fjárhæð frá sænska úrvalsdeildarliðinu Norrköping en Hákon eftir að hafa unnið sig upp í gegnum yngri lið FCK.  

Auk þeirra tveggja eru Orri Steinn Óskarsson og Andri Fannar Baldursson á mála hjá FCK en sá síðarnefndi að láni frá ítalska úrvalsdeildarliðinu Bologna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.