Fótbolti

Birkir á bekknum þegar Balotelli skoraði fimm í lokaumferðinni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Birkir Bjarnason í búningi Adana Demirspor.
Birkir Bjarnason í búningi Adana Demirspor. Twitter@@AdsKulubu

Birkir Bjarnason kom ekki við sögu í 7-0 sigri Adana Demirspor í lokaumferð tyrknesku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.

Birkir sat allan tímann á varamannabekk Adana Demirspor sem lék sér að Goztepe en bæði lið höfðu að litlu að keppa þar sem Goztepe var fallið úr deildinna fyrir lokaumferðina og Birkir og félagar sigla lygnan sjó í níunda sætinu.

Ítalski gleðigjafinn Mario Balotelli ákvað að ljúka tímabilinu með stæl því hann gerði fimm mörk í öllum regnbogans litum.

Á sama tíma í Noregi voru nokkrir Íslendingar sem komu við sögu.

Viðar Örn Kjartansson gerði annað marka Valerenga í 3-2 tapi fyrir Stromsgodset.

Alfons Sampsted lék allan leikinn fyrir Bodo/Glimt sem vann 1-4 sigur á Haugasund á meðan Samúel Kári Friðjónsson var í byrjunarliði Viking í 1-1 jafntefli gegn Tromsö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×