Fótbolti

Jón Dagur byrjaði í sínum síðasta leik fyrir AGF

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jón Dagur í leik með AGF.
Jón Dagur í leik með AGF. vísir/Getty

Lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta hófst í dag. Í dag var fall-umspilið klárað en á morgun kemur í ljóst hvaða lið verður meistari. Íslendingalið FC Kaupmannahafnar er með pálmann í höndunum.

Jón Dagur Þorsteinsson byrjaði það sem reynist hans síðasti leikur í treyju AGF þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við FC Nordsjælland á heimavelli. Jón Dagur mun yfirgefa félagið í sumar og var hann kominn í frystikistuna þangað til liðið var allt í einu í bullandi fallhættu.

Jón Dagur lék allan leikinn á vinstri væng heimamanna en Mikael Anderson var ekki í leikmannahóp liðsins að þessu sinni. Jack Wilshere kom inn af bekk AGF þegar klukkustund var liðin.

Aron Elís Þrándarson spilaði 25 mínútur þegar OB missti 1-0 stöðu frá sér gegn Vejle á útivelli. Heimamenn voru þegar fallnir en tókst að koma til baka og skora tvívegis eftir að Aron Elís kom inn af bekk OB, lokatölur 2-1.

Þá byrjaði Atli Barkarson leikinn er SönderjyskE tapaði 2-0 á heimavelli gegn Viborg. Atli var tekinn af velli á 57. mínútu.

Fall-umspil dönsku úrvalsdeildarinnar endar þannig að SönderjyskE fellur með 23 stig, Vejle fellur einnig með 29 stig. Þar fyrir ofan er AGF með 30 stig, Nordsjælland með 36, OB með 38 og Viborg með 44 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.