Innlent

Kaldar sturtur í Árbæjarlaug eftir innbrot og eignaspjöll

Kristján Már Unnarsson skrifar
Úr Árbæjarlaug.
Úr Árbæjarlaug. vísir/teitur

Sundlaugargestir sem mættu í Árbæjarlaug við opnun klukkan níu í morgun máttu sætta sig við ískaldar sturtur. Innbrotsþjófur hafði framið þar ýmis eignaspjöll um nóttina, meðal annars farið um tækjakjallara laugarinnar og tekið þar leiðslur í sundur með þeim afleiðingum að ekkert heitt vatn rann í sturturnar.

Eftirlitskerfi gerði vart við innbrotsþjófinn og handtók lögreglan hann í laugarhúsinu. Á eftirlitsmyndavélum sást að hann hafði áður fengið sér bað í lauginni og gengið um heitu pottana í öllum fötum og skóm.

Pípulagningamaður frá Reykjavíkurborg lagfærði lagnirnar og var heita vatnið komið á sturturnar laust fyrir klukkan tíu, um það leyti sem barnafjölskyldur tóku að streyma í laugina í veðurblíðunni.


Tengdar fréttir

Eldur í vinnuskúr í Elliðaárdal

Klukkan rétt rúmlega hálf þrjú í nótt urðu lögreglumenn í eftirlitsferð varir við eld í Elliðaárdal. Í ljós kom að kviknað var í vinnuskúr og komu lögreglumenn að tveimur mönnum sem voru handteknir vegna gruns um íkveikju. Mennirnir voru í annarlegu ástandi og voru vistaðir í fangaklefa.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×