Fótbolti

Rose rekinn frá Dortmund

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Marco Rose á hliðarlínunni í sínum síðasta leik sem knattspyrnustjóri Borussia Dortmund, gegn Herthu Berlin í lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn.
Marco Rose á hliðarlínunni í sínum síðasta leik sem knattspyrnustjóri Borussia Dortmund, gegn Herthu Berlin í lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn. getty/Lars Baron

Borussia Dortmund hefur sagt knattspyrnustjóranum Marco Rose upp störfum.

Rose fundaði með forráðamönnum Dortmund í gær og að honum loknum var ákveðið að reka hann.

Rose tók við Dortmund fyrir tímabilið. Liðið endaði í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, átta stigum á eftir meisturum Bayern München.

Hinn 45 ára Rose stýrði Borussia Mönchengladbach í tvö ár áður en hann tók við Dortmund. Þar áður var hann stjóri Red Bull Salzburg og gerði liðið tvisvar sinnum að austurrískum meisturum og einu sinni að bikarmeisturum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.