„Framsókn setti okkur afarkosti sem við gátum ekki sætt okkur við“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. maí 2022 11:01 Valgarður Lyngdal Jónsson er oddviti Samfylkingar á Akranesi Samfylkingin sleit viðræðum við Framsóknarflokkinn um áframhaldandi meirihlutasamstarf á Akranesi í gær. Valgarður Lyngdal Jónsson, oddviti Samfylkingarinnar, segir að Framsókn hafi sett flokknum afarkosti sem hann hafi ekki getað gengið að. Þeir afarkostir sneru að fjölda sæta sem Framsókn fengi í ráðum og nefndum bæjarins á kjörtímabilinu. „Ég er búinn að vera að lesa fréttir í morgun þar sem oddviti Framsóknar segir að þau hafi viljað spegla skiptinguna frá síðasta kjörtímabili,“ segir Valgarður. „Mér fannst þau bjóða okkur lakari kosti núna en á síðasta kjörtímabili.“ Framsókn er með aukinn styrk á bak við sig nú en á síðasta kjörtímabili þar sem flokkarnir störfuðu saman. Þá var flokkurinn með tvo bæjarfulltrúa en Samfylking þrjá. Nú eru báðir flokkar með þrjá menn í bæjarstjórn. Líf Lárusdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akranesi, Ragnar Baldvin Sæmundsson, oddviti Framsóknar og frjálsra á Akranesi, og Valgarður Lyngdal Jónsson er oddviti Samfylkingarinnar á Akranesi.Vísir/Arnar „Okkur þótti eðlilegast að þarna væri tveir jafnstórir flokkar og að þeir skiptu þá jafnt með sér sætum í ráð og nefndir,“ segir Valgarður. Framsóknarflokkurinn hafi hins vegar viljað „spegla skiptinguna“ á nefndarsæturunum eins og Valgarður orðar það. Það er að segja að Samfylkingin fengi á þessu kjörtímabili jafn marga í ráð og nefndir og Framsókn síðast - þó Samfylkingin sé með fleiri bæjarfulltrúa en Framsókn þá. „Það gátum við einfaldlega ekki sætt okkur við,“ segir Valgarður. Sjálfstæðisflokkur í kjörstöðu Nú er því ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn ræður næstu skrefum á Akranesi en hann náði einnig inn þremur mönnum og getur nú valið sér hvort hann fari í meirihlutaviðræður við Samfylkingu eða Framsókn. Valgarður segist hafa rætt við Líf Lárusdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í gærkvöldi og að þau hafi komið sér saman um að hittast í dag. Hann er bjartsýnn á að flokkarnir geti fundið flöt fyrir meirihlutasamstarfi. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akranes Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Slitnar upp úr viðræðum á Skaganum Meirihlutaviðræður Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar á Akranesi hafa siglt í strand. 20. maí 2022 09:00 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols Sjá meira
Þeir afarkostir sneru að fjölda sæta sem Framsókn fengi í ráðum og nefndum bæjarins á kjörtímabilinu. „Ég er búinn að vera að lesa fréttir í morgun þar sem oddviti Framsóknar segir að þau hafi viljað spegla skiptinguna frá síðasta kjörtímabili,“ segir Valgarður. „Mér fannst þau bjóða okkur lakari kosti núna en á síðasta kjörtímabili.“ Framsókn er með aukinn styrk á bak við sig nú en á síðasta kjörtímabili þar sem flokkarnir störfuðu saman. Þá var flokkurinn með tvo bæjarfulltrúa en Samfylking þrjá. Nú eru báðir flokkar með þrjá menn í bæjarstjórn. Líf Lárusdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akranesi, Ragnar Baldvin Sæmundsson, oddviti Framsóknar og frjálsra á Akranesi, og Valgarður Lyngdal Jónsson er oddviti Samfylkingarinnar á Akranesi.Vísir/Arnar „Okkur þótti eðlilegast að þarna væri tveir jafnstórir flokkar og að þeir skiptu þá jafnt með sér sætum í ráð og nefndir,“ segir Valgarður. Framsóknarflokkurinn hafi hins vegar viljað „spegla skiptinguna“ á nefndarsæturunum eins og Valgarður orðar það. Það er að segja að Samfylkingin fengi á þessu kjörtímabili jafn marga í ráð og nefndir og Framsókn síðast - þó Samfylkingin sé með fleiri bæjarfulltrúa en Framsókn þá. „Það gátum við einfaldlega ekki sætt okkur við,“ segir Valgarður. Sjálfstæðisflokkur í kjörstöðu Nú er því ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn ræður næstu skrefum á Akranesi en hann náði einnig inn þremur mönnum og getur nú valið sér hvort hann fari í meirihlutaviðræður við Samfylkingu eða Framsókn. Valgarður segist hafa rætt við Líf Lárusdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í gærkvöldi og að þau hafi komið sér saman um að hittast í dag. Hann er bjartsýnn á að flokkarnir geti fundið flöt fyrir meirihlutasamstarfi.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akranes Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Slitnar upp úr viðræðum á Skaganum Meirihlutaviðræður Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar á Akranesi hafa siglt í strand. 20. maí 2022 09:00 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols Sjá meira
Slitnar upp úr viðræðum á Skaganum Meirihlutaviðræður Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar á Akranesi hafa siglt í strand. 20. maí 2022 09:00