Innlent

Endur­talið vegna tveggja at­kvæða munar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Víðidalur er í Húnaþingi vestra.
Víðidalur er í Húnaþingi vestra. Vísir/Vilhelm.

Kjörstjórn Húnaþings vestra hefur fallist á beiðni N-listans um endurtalningu atkvæða eftir sveitarstjórnarkosningar um liðna helgi.

N-listi Nýs afls í Húnaþingi vestra fór fram á endurtalningu í ljósi þess hversu litlu munaði að þriðji maður listans kæmist inn í sveitarstjórn á kostnað þriðja manns B-lista Framsóknarflokks og annarra framfarasinna.

B-listinn hlaut 216 atkvæði og þrjá menn í sveitarstjórn. N-listinn hlaut 214 atkvæði og tvo menn. D-listi Sjálfstæðisflokks hlaut 195 atkvæði og tvo menn.

Kjörstjórn Húnaþings vestra hefur fallist á beiðnina og mun endurtalning atkvæða fara fram í ráðhúsinu á Hvammstanga klukkan 20 í kvöld.

Áætlað er að endurtalning taki tvær til þrjár klukkustundur og ætti niðurstaða því að liggja fyrir um klukkan 23 í kvöld, gangi allt samkvæmt áætlun, að því er fram kemur á vef sveitarfélagsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×