Innlent

Munaði tveimur at­kvæðum á Fram­sókn og Nýju afli í Húna­þingi vestra

Atli Ísleifsson skrifar
Hvammstangi er stærsti þéttbýlisstaðurinn í Húnaþingi vestra.
Hvammstangi er stærsti þéttbýlisstaðurinn í Húnaþingi vestra. Markaðsstofa Norðurlands

Listi Framsóknarflokksins og annarra framfarasinna hlaut flesta fulltrúa kjörna, eða þrjá, í kosningum til sveitarstjórnar í Húnaþingi vestra, í kosningunum á laugardag. Listar Nýs afls (N) og Sjálfstæðisflokksins (D) hlutu báðir tvo fulltrúa kjörna.

Mjög litlu munaði á atkvæðafjölda Framsóknar og Nýs afls, en Framsókn hlaut 216 atkvæði, eða 34,6 prósent, og Nýtt afl 214 atkvæði, eða 34,2 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut svo 195 atkvæði, eða 31,2 prósent.

Einungis tveir flokkar buðu fram í kosningunum 2018, en þá bauð Sjálfstæðisflokkurinn fram með Nýju afli. Flokkurinn bauð hins vegar fram undir eigin merkjum í kosningunum nú.

Eftirfarandi bæjarfulltrúar náðu kjöri að þessu sinni.

  • Þorleifur Karl Eggertsson (B)
  • Friðrik Már Sigurðsson (B)
  • Elín Lilja Gunnarsdóttir (B)
  • Magnús Magnússon (D)
  • Sigríður Ólafsdóttir (D)
  • Magnús Vignir Eðvaldsson (N)
  • Þorgrímur Guðni Björnsson (N)

Hvammstangi og Laugarbakki eru stærstu þéttbýliskjarnarnir í Húnaþingi vestra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×