Bein útsending: Gera aðra tilraun til að skjóta nýju geimfari til geimstöðvarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2022 21:00 Starliner geimfarið á V-eldflaug ULA á skotpalli í Flórída. NASA/Joel Kowsky Bandarískir geimvísindamenn ætla að skjóta Starliner, nýju geimfari Boeing, til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í kvöld. Síðast var reynt að skjóta geimfarinu til geimstöðvarinnar árið 2019 en það misheppnaðist og hafa miklar tafir orðið á annarri tilraun. Starliner verður skotið til geimstöðvarinnar með V-eldflaug United Launch Alliance. Um borð verða birgðir og annað fyrir geimfara sem eru þar fyrir. Eftir fimm til tíu daga á að senda farið aftur til jarðar og lenda því í Bandaríkjunum. Auk birgða er gínan Rosie um borð í geimfarinu. Hún er búin skynjurum og er ætlað að varpa ljósi á það hvernig geimferð um borð í Starliner færi með mennska geimfara. Til stendur að skjóta geimfarinu á loft klukkan 22:54 að íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með geimskotinu í beinni útsendingu hér að neðan. Langar tafir Til stóð að skjóta Starliner til geimstöðvarinnar í desember 2019. Því var skotið á loft en geimfarið komst aldrei á rétta sporbraut. Var það vegna þess að innri klukka geimfarsins var ekki í samræmi við klukku Atlas V-eldflaugarinnar sem notuð var til að skjóta Starliner á loft. Þá var Rosie einnig um borð. Síðan þá hefur öðru geimskotinu ítrekað verið frestað. Sjá einnig: Geimskoti Starliner frestað þrisvar sinnum á einni viku Í apríl átti að gera tilraun með nýja Space Launch System, nýja eldflaug NASA, (SLS) og átti að senda ómannað Orion-geimfar á braut um tunglið og til baka. Því hefur þó ítrekað verið frestað og nú síðast í apríl eftir að æfing sem átti að líkja eftir aðdraganda raunverulegs geimskot misheppnaðist. The @BoeingSpace CST-100 #Starliner spacecraft and @ulalaunch Atlas V rocket are seen illuminated by spotlights at SLC-41 ahead of the Orbital Flight Test-2 mission. Launch is scheduled for 6:54pm ET on May 19. More : https://t.co/sulsB282OS pic.twitter.com/XfzC3z6gZ3— NASA HQ PHOTO (@nasahqphoto) May 19, 2022 Sjá einnig: Hættu æfingu fyrir tunglferð vegna bilunar Enn liggur ekki fyrir hvenær stendur til að reyna næst. Leki kom á eldflaugina í apríl og á það að hafa verið lagað, samkvæmt stöðuuppfærslu NASA í síðustu viku. SLS á að vera burðarliður í Artemis-áætluninni svokölluðu. Artemis-áætlunin gengur út á að koma mönnum aftur til tunglsins á þessum áratug. Árið 2024 stendur til að senda menn hring um tunglið og svo eiga aðrir að lenda þar árið 2025. Gríska gyðjan Artemis er systir guðsins Apollos. Eins og frægt er var það nafn verkefnisins sem sneri að tunglferðunum sem farnar voru á árum áður. Bandaríkin Geimurinn Artemis-áætlunin Tunglið Boeing Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir Jarðskjálftamælir á Mars verður rykinu að bráð Útlit er fyrir að bandaríska geimfarið Insight á Mars syngi sitt síðasta í sumar þegar rafhlöður þess tæmast. Farið missir nú orku vegna ryks sem safnast hefur fyrir á sólarsellum þess. 18. maí 2022 23:36 Tveimur árum eftir að geimskotið misheppnaðist á að reyna aftur Geimvísindamenn NASA og Boeing stefna á að skjóta Starliner-geimfari til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á fimmtudaginn. Þróun geimfarsins hefur tafist nokkuð en síðasta geimskot Starliner, árið 2019, misheppnaðist. 17. maí 2022 10:43 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Starliner verður skotið til geimstöðvarinnar með V-eldflaug United Launch Alliance. Um borð verða birgðir og annað fyrir geimfara sem eru þar fyrir. Eftir fimm til tíu daga á að senda farið aftur til jarðar og lenda því í Bandaríkjunum. Auk birgða er gínan Rosie um borð í geimfarinu. Hún er búin skynjurum og er ætlað að varpa ljósi á það hvernig geimferð um borð í Starliner færi með mennska geimfara. Til stendur að skjóta geimfarinu á loft klukkan 22:54 að íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með geimskotinu í beinni útsendingu hér að neðan. Langar tafir Til stóð að skjóta Starliner til geimstöðvarinnar í desember 2019. Því var skotið á loft en geimfarið komst aldrei á rétta sporbraut. Var það vegna þess að innri klukka geimfarsins var ekki í samræmi við klukku Atlas V-eldflaugarinnar sem notuð var til að skjóta Starliner á loft. Þá var Rosie einnig um borð. Síðan þá hefur öðru geimskotinu ítrekað verið frestað. Sjá einnig: Geimskoti Starliner frestað þrisvar sinnum á einni viku Í apríl átti að gera tilraun með nýja Space Launch System, nýja eldflaug NASA, (SLS) og átti að senda ómannað Orion-geimfar á braut um tunglið og til baka. Því hefur þó ítrekað verið frestað og nú síðast í apríl eftir að æfing sem átti að líkja eftir aðdraganda raunverulegs geimskot misheppnaðist. The @BoeingSpace CST-100 #Starliner spacecraft and @ulalaunch Atlas V rocket are seen illuminated by spotlights at SLC-41 ahead of the Orbital Flight Test-2 mission. Launch is scheduled for 6:54pm ET on May 19. More : https://t.co/sulsB282OS pic.twitter.com/XfzC3z6gZ3— NASA HQ PHOTO (@nasahqphoto) May 19, 2022 Sjá einnig: Hættu æfingu fyrir tunglferð vegna bilunar Enn liggur ekki fyrir hvenær stendur til að reyna næst. Leki kom á eldflaugina í apríl og á það að hafa verið lagað, samkvæmt stöðuuppfærslu NASA í síðustu viku. SLS á að vera burðarliður í Artemis-áætluninni svokölluðu. Artemis-áætlunin gengur út á að koma mönnum aftur til tunglsins á þessum áratug. Árið 2024 stendur til að senda menn hring um tunglið og svo eiga aðrir að lenda þar árið 2025. Gríska gyðjan Artemis er systir guðsins Apollos. Eins og frægt er var það nafn verkefnisins sem sneri að tunglferðunum sem farnar voru á árum áður.
Bandaríkin Geimurinn Artemis-áætlunin Tunglið Boeing Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir Jarðskjálftamælir á Mars verður rykinu að bráð Útlit er fyrir að bandaríska geimfarið Insight á Mars syngi sitt síðasta í sumar þegar rafhlöður þess tæmast. Farið missir nú orku vegna ryks sem safnast hefur fyrir á sólarsellum þess. 18. maí 2022 23:36 Tveimur árum eftir að geimskotið misheppnaðist á að reyna aftur Geimvísindamenn NASA og Boeing stefna á að skjóta Starliner-geimfari til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á fimmtudaginn. Þróun geimfarsins hefur tafist nokkuð en síðasta geimskot Starliner, árið 2019, misheppnaðist. 17. maí 2022 10:43 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Jarðskjálftamælir á Mars verður rykinu að bráð Útlit er fyrir að bandaríska geimfarið Insight á Mars syngi sitt síðasta í sumar þegar rafhlöður þess tæmast. Farið missir nú orku vegna ryks sem safnast hefur fyrir á sólarsellum þess. 18. maí 2022 23:36
Tveimur árum eftir að geimskotið misheppnaðist á að reyna aftur Geimvísindamenn NASA og Boeing stefna á að skjóta Starliner-geimfari til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á fimmtudaginn. Þróun geimfarsins hefur tafist nokkuð en síðasta geimskot Starliner, árið 2019, misheppnaðist. 17. maí 2022 10:43
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent