Fótbolti

Fá einn leik fyrir EM og U23-liðið mætir A-landsliði

Sindri Sverrisson skrifar
Guðný Árnadóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir eru báðar gjaldgengar í U23-landslið en eru fastamenn í A-landsliðshópi Íslands.
Guðný Árnadóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir eru báðar gjaldgengar í U23-landslið en eru fastamenn í A-landsliðshópi Íslands. vísir/vilhelm

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mun leika einn leik fyrir Evrópumótið í Englandi í júlí og það ætti að skýrast á næstu dögum hver andstæðingurinn verður.

Íslenska landsliðið kemur saman í seinni hluta júní til undirbúnings fyrir EM sem hefst 6. júlí. Fyrsti leikur Íslands er gegn Belgíu í Manchester 10. júlí og liðið mætir svo Ítalíu 14. júlí og Frakklandi 18. júlí.

KSÍ tilkynnti í dag að auk þess sem A-landsliðið fengi vináttulandsleik fyrir EM þá myndi U23-landslið Íslands, undir stjórn Jörundar Áka Sveinssonar, mæta A-landsliði Eistlands 24. júní. 

Leikurinn fer fram í Pärnu í Eistlandi og verður skráður sem A-landsleikur þó að Ísland tefli fram U23-liði. 

Þetta verður fjórði leikur U23-landslið Íslands frá upphafi en liðið gerði 1-1 jafntefli við A-landslið Póllands árið 2016 og hefur einnig leikið gegn U23-liðum Skotlands og Póllands.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.