Fótbolti

Aron skrefi nær sæti í efstu deild | Ísak fallinn

Atli Arason skrifar
Aron og félagar í Horsens þurfa bara eitt stig í viðbót.
Aron og félagar í Horsens þurfa bara eitt stig í viðbót. Horsens Folkeblad

Aron Sigurðarson og félagar í Horsens eru einu stigi frá sæti í efstu deild danska fótboltans en Lyngby þarf tvö stig í viðbót til að tryggja sér hitt lausa sætið.

Sævar Atli Magnússon og Frederik Schram leika með Lyngby, undir stjórn Freys Alexanderssonar. Lyngby vann 1-2 sigur á Helsingor í dag með mörkum frá Rasmus Pedersen sitthvorum hálfleiknum.

Sævar Atli byrjaði á varamannabekknum en kom inn á völlinn á 74. mínútu en Frederik sat allan leikinn á bekknum.

Lyngby er nú með 59 stig í öðru sæti með fjögurra stiga forskot á Helsingor þegar tvær umferðir eru eftir. Horsens er í efsta sæti með 60 stig. Tvö lið fara beint upp í efstu deild.

Aron Sigurðarson byrjaði inn á í 0-1 útsigri Horsens á Nykobing og lék Aron í 83 mínútur áður en honum var skipt af velli.

Staðan er öllu verri fyrir Ísak Óla Ólafsson og hans liðsfélaga í Esbjerg sem töpuðu á heimavelli gegn Amager, 2-3. Með tapinu er ljóst að Esbjerg á ekki lengur möguleika að halda sér í næst efstu deild danska fótbolta en liðið er nú átta stigum frá öruggu sæti þegar einungis sex stig eru eftir í pottinum. Ísak var ekki í leikmannahóp Esbjerg í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.