Blaðamaður hafði samband við Hendrikku og fékk að heyra meira um sýninguna, listina og lífið.
Hvenær byrjaðir þú að mála?
Ég hef í rauninni málað og teiknað síðan ég var mjög ung en það hefur alltaf verið aðal áhugamálið mitt að mála og skapa. Það er ekki fyrr en fyrir nokkrum árum, þegar ég var að læra að mála í Art academy of London, að ég byrjaði að mála samhliða vinnunni minni.
„Þessar konur sem ég kalla „dásamlegar verur” eru allskonar týpur af konum sem eiga það sameiginlegt að vera allar með eitt eyra.“
Þetta er einfalt motif af konum með eitt eyra. Það streyma endalaust til okkar upplýsingar úr öllum áttum og við erum svo heila þvegin af hinu og þessu þannig að ég ákvað að hafa einungis eitt eyra á þeim því þú þarft ekki að hlusta á allt sem er sagt, en auðvitað vil ég leyfa áhorfandanum að túlka verkin á þann hátt sem hann sér það.
Ég hef heillast af listakonunni Ana Tzarev í gegnum tíðina. Hún er frábær listakona og vinnur mikið með hreina og bjarta liti. Annars er list mín oft undir áhrifum frá þeim löndum sem ég hef starfað og búið í , þar á meðal Japan, Indlandi og Rússlandi.
Hvernig er tilfinningin að halda sýningu?
Tilfinningin er yndisleg. Ég fæ sjálf ákaflega mikla gleði við að búa til þessar myndir og ég set mikla gleði og einlægni í myndirnar. Þetta er þriðja sýningin mín hér á Íslandi en svo hélt ég eina sýningu í London síðast liðinn nóvember.
„Mér finnst alltaf jafn skemmtilegt að undirbúa mig undir sýningar.“
Áttu þér uppáhalds verk?
Já, mitt uppáhalds verk eftir mig sjálfa mig er „Lady Samurai”. Ég bjó í Japan þegar ég var ung og varð fyrir miklum áhrifum frá menningu þeirra. Ég er algjör nörd þegar kemur að japönskum Samurai myndum.
„Japönsku stríðskonurnar voru þjálfaðar í bardagalistum, og herkænsku til að verja heimili sín, fjölskyldur og heiður.“
Hvar er hægt að nálgast verkin þín?
Ég er með pop-up málverka sýningu núna í Hafnarfirðinum, hjá Andreu sem er staðsett í Norðurbakka 1. Sýningin stendur til 23.maí en það er líka alltaf hægt að hafa samband við mig í skilaboðum.
Hvernig er ferlið þitt að búa til verk?
Ég undirbý mig alltaf áður en ég mála fígurutívu myndirnar mínar. Til dæmis hvaða lita samsetningu ég ætla að vinna með og hvaða liti í bakgrunn ég ætla að nota og svo framvegis. Ég er nýfarin að mála abstract myndir en þær koma miklu meira spontant.