Hendrikka segir Ted Turner hrifinn af Íslandi 17. nóvember 2010 21:24 Hendrikka Waage og Ted Turner ,,Við ræddum um kynni hans af Íslandi og um góðgerðasamtökin Kids Parliament" sagði Hendrikka Waage þegar hún var spurð að því hvað bar á góma í samskiptum hennar og Teds Turner, stofnanda CNN, í boði hjá honum í New York nýlega. ,,Ted Turner hefur komið til Íslands og var ákaflega hrifin af landinu. Hann er núna á leið til Grænlands," sagði Hendrikka. Og þrátt fyrir að skartgripahönnuðurinn Hendrikka Waage sé önnum kafin við að fylgja eftir annarri barnabókinni sinni ,,Rikka og töfrahringurinn á Indlandi" gaf hún sér að sjálfsögðu tíma til að þiggja boð fyrrum fjölmiðlarisans Teds Turner. Boðið var haldið til að heiðra sameiginlegan vin þeirra, Amir Dossal, sem var að hætta hjá Sameinuðu þjóðunum. Þeir hafa unnið saman að góðgerðarmálum en Ted Turner styrkti málefni Sameinuðu þjóðanna um milljarð bandaríkjadala. Og Amir Dossal hefur verið yfir styrktarsjóðum Teds Turner, sem meðal annars styrkja yfir 450 verkefni er lúta að heilsu barna, loftslagsmálum, fjölbreytni lífríkis, konum og mannfjöldaþróun svo dæmi séu nefnd. Amir Dossal er persónulegur vinur Hendrikku og skrifar fallega aftan á nýjustu barnabókina hennar ,,Rikka og töfrahringurinn á Indlandi" en markmið bókarinnar er að efla frið og skilning milli þjóða og rennur allur ágóðinn af bókinni til ,,Alþingis barna" eða ,,Kids Parliament" sem Hendrikka er í forsvari fyrir. Aðspurð um það hvernig Ted Turner hefði komið Hendrikku fyrir sjónir sagði hún: ,,Fyrir mér er hann fyrst og fremst farsæll frumkvöðull. Hann stofnaði CNN, það mikla fjölmiðlaveldi, og var fyrstur til að sjónvarpa beint úr stíði, Persaflóastríðinu 1991. Hann er mikill mannvinur og er þekktur fyrir að hafa gefið Sameinuðu þjóðunum einn milljarð bandaríkjadala til að koma af stað Styrktarsjóði Sameinuðu þjóðanna." Hendrikka hlær að spurningunni um hvort Ted sé enn giftur Jane Fonda. ,,Nei, hann er ekki ennþá giftur Jane Fonda. En hann er skemmtilegur, ótrúlega framsýnn og hrifinn af Íslandi." En hvað er að frétta af alþjóðlegu samtökunum ,,Kids Parliament" sem hafa átt hug og hjarta Hendrikku um nokkurt skeið? ,,Þetta tekur allt sinn tíma. Það er fjöldinn allur af heimsþekktu áhrifafólki sem tekur þátt í þessu og samtökin verða formlega kynnt 2011." Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Sjá meira
,,Við ræddum um kynni hans af Íslandi og um góðgerðasamtökin Kids Parliament" sagði Hendrikka Waage þegar hún var spurð að því hvað bar á góma í samskiptum hennar og Teds Turner, stofnanda CNN, í boði hjá honum í New York nýlega. ,,Ted Turner hefur komið til Íslands og var ákaflega hrifin af landinu. Hann er núna á leið til Grænlands," sagði Hendrikka. Og þrátt fyrir að skartgripahönnuðurinn Hendrikka Waage sé önnum kafin við að fylgja eftir annarri barnabókinni sinni ,,Rikka og töfrahringurinn á Indlandi" gaf hún sér að sjálfsögðu tíma til að þiggja boð fyrrum fjölmiðlarisans Teds Turner. Boðið var haldið til að heiðra sameiginlegan vin þeirra, Amir Dossal, sem var að hætta hjá Sameinuðu þjóðunum. Þeir hafa unnið saman að góðgerðarmálum en Ted Turner styrkti málefni Sameinuðu þjóðanna um milljarð bandaríkjadala. Og Amir Dossal hefur verið yfir styrktarsjóðum Teds Turner, sem meðal annars styrkja yfir 450 verkefni er lúta að heilsu barna, loftslagsmálum, fjölbreytni lífríkis, konum og mannfjöldaþróun svo dæmi séu nefnd. Amir Dossal er persónulegur vinur Hendrikku og skrifar fallega aftan á nýjustu barnabókina hennar ,,Rikka og töfrahringurinn á Indlandi" en markmið bókarinnar er að efla frið og skilning milli þjóða og rennur allur ágóðinn af bókinni til ,,Alþingis barna" eða ,,Kids Parliament" sem Hendrikka er í forsvari fyrir. Aðspurð um það hvernig Ted Turner hefði komið Hendrikku fyrir sjónir sagði hún: ,,Fyrir mér er hann fyrst og fremst farsæll frumkvöðull. Hann stofnaði CNN, það mikla fjölmiðlaveldi, og var fyrstur til að sjónvarpa beint úr stíði, Persaflóastríðinu 1991. Hann er mikill mannvinur og er þekktur fyrir að hafa gefið Sameinuðu þjóðunum einn milljarð bandaríkjadala til að koma af stað Styrktarsjóði Sameinuðu þjóðanna." Hendrikka hlær að spurningunni um hvort Ted sé enn giftur Jane Fonda. ,,Nei, hann er ekki ennþá giftur Jane Fonda. En hann er skemmtilegur, ótrúlega framsýnn og hrifinn af Íslandi." En hvað er að frétta af alþjóðlegu samtökunum ,,Kids Parliament" sem hafa átt hug og hjarta Hendrikku um nokkurt skeið? ,,Þetta tekur allt sinn tíma. Það er fjöldinn allur af heimsþekktu áhrifafólki sem tekur þátt í þessu og samtökin verða formlega kynnt 2011."
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Sjá meira