Hendrikka segir Ted Turner hrifinn af Íslandi 17. nóvember 2010 21:24 Hendrikka Waage og Ted Turner ,,Við ræddum um kynni hans af Íslandi og um góðgerðasamtökin Kids Parliament" sagði Hendrikka Waage þegar hún var spurð að því hvað bar á góma í samskiptum hennar og Teds Turner, stofnanda CNN, í boði hjá honum í New York nýlega. ,,Ted Turner hefur komið til Íslands og var ákaflega hrifin af landinu. Hann er núna á leið til Grænlands," sagði Hendrikka. Og þrátt fyrir að skartgripahönnuðurinn Hendrikka Waage sé önnum kafin við að fylgja eftir annarri barnabókinni sinni ,,Rikka og töfrahringurinn á Indlandi" gaf hún sér að sjálfsögðu tíma til að þiggja boð fyrrum fjölmiðlarisans Teds Turner. Boðið var haldið til að heiðra sameiginlegan vin þeirra, Amir Dossal, sem var að hætta hjá Sameinuðu þjóðunum. Þeir hafa unnið saman að góðgerðarmálum en Ted Turner styrkti málefni Sameinuðu þjóðanna um milljarð bandaríkjadala. Og Amir Dossal hefur verið yfir styrktarsjóðum Teds Turner, sem meðal annars styrkja yfir 450 verkefni er lúta að heilsu barna, loftslagsmálum, fjölbreytni lífríkis, konum og mannfjöldaþróun svo dæmi séu nefnd. Amir Dossal er persónulegur vinur Hendrikku og skrifar fallega aftan á nýjustu barnabókina hennar ,,Rikka og töfrahringurinn á Indlandi" en markmið bókarinnar er að efla frið og skilning milli þjóða og rennur allur ágóðinn af bókinni til ,,Alþingis barna" eða ,,Kids Parliament" sem Hendrikka er í forsvari fyrir. Aðspurð um það hvernig Ted Turner hefði komið Hendrikku fyrir sjónir sagði hún: ,,Fyrir mér er hann fyrst og fremst farsæll frumkvöðull. Hann stofnaði CNN, það mikla fjölmiðlaveldi, og var fyrstur til að sjónvarpa beint úr stíði, Persaflóastríðinu 1991. Hann er mikill mannvinur og er þekktur fyrir að hafa gefið Sameinuðu þjóðunum einn milljarð bandaríkjadala til að koma af stað Styrktarsjóði Sameinuðu þjóðanna." Hendrikka hlær að spurningunni um hvort Ted sé enn giftur Jane Fonda. ,,Nei, hann er ekki ennþá giftur Jane Fonda. En hann er skemmtilegur, ótrúlega framsýnn og hrifinn af Íslandi." En hvað er að frétta af alþjóðlegu samtökunum ,,Kids Parliament" sem hafa átt hug og hjarta Hendrikku um nokkurt skeið? ,,Þetta tekur allt sinn tíma. Það er fjöldinn allur af heimsþekktu áhrifafólki sem tekur þátt í þessu og samtökin verða formlega kynnt 2011." Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Sjá meira
,,Við ræddum um kynni hans af Íslandi og um góðgerðasamtökin Kids Parliament" sagði Hendrikka Waage þegar hún var spurð að því hvað bar á góma í samskiptum hennar og Teds Turner, stofnanda CNN, í boði hjá honum í New York nýlega. ,,Ted Turner hefur komið til Íslands og var ákaflega hrifin af landinu. Hann er núna á leið til Grænlands," sagði Hendrikka. Og þrátt fyrir að skartgripahönnuðurinn Hendrikka Waage sé önnum kafin við að fylgja eftir annarri barnabókinni sinni ,,Rikka og töfrahringurinn á Indlandi" gaf hún sér að sjálfsögðu tíma til að þiggja boð fyrrum fjölmiðlarisans Teds Turner. Boðið var haldið til að heiðra sameiginlegan vin þeirra, Amir Dossal, sem var að hætta hjá Sameinuðu þjóðunum. Þeir hafa unnið saman að góðgerðarmálum en Ted Turner styrkti málefni Sameinuðu þjóðanna um milljarð bandaríkjadala. Og Amir Dossal hefur verið yfir styrktarsjóðum Teds Turner, sem meðal annars styrkja yfir 450 verkefni er lúta að heilsu barna, loftslagsmálum, fjölbreytni lífríkis, konum og mannfjöldaþróun svo dæmi séu nefnd. Amir Dossal er persónulegur vinur Hendrikku og skrifar fallega aftan á nýjustu barnabókina hennar ,,Rikka og töfrahringurinn á Indlandi" en markmið bókarinnar er að efla frið og skilning milli þjóða og rennur allur ágóðinn af bókinni til ,,Alþingis barna" eða ,,Kids Parliament" sem Hendrikka er í forsvari fyrir. Aðspurð um það hvernig Ted Turner hefði komið Hendrikku fyrir sjónir sagði hún: ,,Fyrir mér er hann fyrst og fremst farsæll frumkvöðull. Hann stofnaði CNN, það mikla fjölmiðlaveldi, og var fyrstur til að sjónvarpa beint úr stíði, Persaflóastríðinu 1991. Hann er mikill mannvinur og er þekktur fyrir að hafa gefið Sameinuðu þjóðunum einn milljarð bandaríkjadala til að koma af stað Styrktarsjóði Sameinuðu þjóðanna." Hendrikka hlær að spurningunni um hvort Ted sé enn giftur Jane Fonda. ,,Nei, hann er ekki ennþá giftur Jane Fonda. En hann er skemmtilegur, ótrúlega framsýnn og hrifinn af Íslandi." En hvað er að frétta af alþjóðlegu samtökunum ,,Kids Parliament" sem hafa átt hug og hjarta Hendrikku um nokkurt skeið? ,,Þetta tekur allt sinn tíma. Það er fjöldinn allur af heimsþekktu áhrifafólki sem tekur þátt í þessu og samtökin verða formlega kynnt 2011."
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Sjá meira