Æsispennandi uppgötvun í Grímsey Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. maí 2022 13:16 Fornleifafræðingar að störfum í Grímsey. Mynd/Hildur Gestsdóttir Ákveðið hefur verið að færa nýja kirkju í Grímsey um fjóra metra til að raska ekki ró þeirra sem liggja í fornum kirkjugarði sem kom í ljós við fornleifauppgröft í eyjunni. Öskuhaugur sem uppgötvaðist einnig þar í grennd getur varpar ljósi á sögu Grímseyjar frá því að hún var fyrst byggð. Fornleifafræðingur segir uppgötvunina vera æsispennandi. Unnið er að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey í stað þeirrar kirkju sem brann í september á síðasta ári. Framkvæmdir hefjast á næstunni en Minjastofnun gerði þá kröfu að áður en framkvæmdir hefðust yrði ráðist í fornleifarannsókn á svæðinu. Á meðal þess sem fannst við rannsóknirnar er öskuhaugur. Við fyrstu sýn kann mörgum ef til vill að finna það ekki ýkja merkilegt að finna gamlan öskuhaug. Hildur Gestsdóttir fornleifafræðingur sem stýrir fornleifarannsóknunum segir þó að þar leynist vísbendingar um sögu Grímseyjar fram á 19. öldina. „Við teljum okkur sjá landnámslagið sem fellur 877. Elstu lögin sem við erum a að sjá í þessum öskuhaug eru rétt þar yfir. Í þessum öskuhaug sjáum við sögu Grímseyjar frá upphafi og fram á 19. öldina,“ segir Hildur í samtali við Vísi. En hvað leynist í öskuhaugnum og hvað getur það sagt okkur um lífið í Grímsey fyrir árhundruðum? „Það er gríðarlegt magn af beinum. Heilu lögin af fugla og fiskabeinum sem er æsispennandi. Það er hægt að nýta bein til að sjá hvað fólk var að borða, hvernig fólk var að nýta það sem var til í eyjunni, hvernig fólk var að verka það sem var til í eyjunni. Við erum líka að sjá gripi, innflutta og heimagerða, þannig að það er gríðarmikil saga sem við sjáum þarna.“ Að auki var komið niður á það sem talið er vera kirkjugarðsveggur, en elstu heimildir um kirkjugarð í eyjunni eru frá um 1300. Innan kirkjugarðsins sást móta fyrir talsverðum fjöld af gröfum. Hefur því verið ákveðið að hnika nýrri kirkjubyggingu örlítið, til að raska ekki kirkjugarðinum forna. „Þegar það fannst var í rauninni ákveðið að flytja kirkjuna fjórum metrum austur til að hlífa garðinum, vera ekki að raska ró þess fólks sem liggur þarna.“ Grímsey Kirkjubruni í Grímsey Fornminjar Kirkjugarðar Tengdar fréttir Fyrsta skóflustunga tekin eftir harmleikinn í haust Fyrsta skóflustunga var í dag tekin að nýrri kirkju í Grímsey en Miðgarðskirkja brann til grunna ásamt öllum kirkjumunum síðastliðið haust. Áætlað er að vígja nýja kirkju sumarið 2023. 8. maí 2022 21:07 Tuttugu milljónir til endurbyggingar Miðgarðakirkju í Grímsey Ríkisstjórnin hyggst veita tuttugu milljónir króna af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til endurbyggingar Miðgarðakirkju í Grímsey. 21. desember 2021 14:48 Stefnt að því ný kirkja rísi í Grímsey næsta sumar Undirbúningur við byggingu nýrrar kirkju í Grímsey er vel á veg kominn og er stefnt að því að ný kirkja rísi þar næsta sumar. Á nýja kirkjan að hafa augljósa skírskotun til kirkjunnar sem brann í september en verði aðeins stærri en fyrri vegna nútíma krafna. 15. desember 2021 14:03 Gríðarleg menningarverðmæti hurfu með Miðgarðakirkju Formaður sóknanefndar í Grímsey segir eyjaskeggja í áfalli eftir að Miðgarðakirkja brann þar til kaldra kola í gærkvöldi. Ómetanleg menningarverðmæti hafi orðið eldinum að bráð. Mikill vilji sé til að endurreisa kirkjuna. 22. september 2021 20:01 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Unnið er að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey í stað þeirrar kirkju sem brann í september á síðasta ári. Framkvæmdir hefjast á næstunni en Minjastofnun gerði þá kröfu að áður en framkvæmdir hefðust yrði ráðist í fornleifarannsókn á svæðinu. Á meðal þess sem fannst við rannsóknirnar er öskuhaugur. Við fyrstu sýn kann mörgum ef til vill að finna það ekki ýkja merkilegt að finna gamlan öskuhaug. Hildur Gestsdóttir fornleifafræðingur sem stýrir fornleifarannsóknunum segir þó að þar leynist vísbendingar um sögu Grímseyjar fram á 19. öldina. „Við teljum okkur sjá landnámslagið sem fellur 877. Elstu lögin sem við erum a að sjá í þessum öskuhaug eru rétt þar yfir. Í þessum öskuhaug sjáum við sögu Grímseyjar frá upphafi og fram á 19. öldina,“ segir Hildur í samtali við Vísi. En hvað leynist í öskuhaugnum og hvað getur það sagt okkur um lífið í Grímsey fyrir árhundruðum? „Það er gríðarlegt magn af beinum. Heilu lögin af fugla og fiskabeinum sem er æsispennandi. Það er hægt að nýta bein til að sjá hvað fólk var að borða, hvernig fólk var að nýta það sem var til í eyjunni, hvernig fólk var að verka það sem var til í eyjunni. Við erum líka að sjá gripi, innflutta og heimagerða, þannig að það er gríðarmikil saga sem við sjáum þarna.“ Að auki var komið niður á það sem talið er vera kirkjugarðsveggur, en elstu heimildir um kirkjugarð í eyjunni eru frá um 1300. Innan kirkjugarðsins sást móta fyrir talsverðum fjöld af gröfum. Hefur því verið ákveðið að hnika nýrri kirkjubyggingu örlítið, til að raska ekki kirkjugarðinum forna. „Þegar það fannst var í rauninni ákveðið að flytja kirkjuna fjórum metrum austur til að hlífa garðinum, vera ekki að raska ró þess fólks sem liggur þarna.“
Grímsey Kirkjubruni í Grímsey Fornminjar Kirkjugarðar Tengdar fréttir Fyrsta skóflustunga tekin eftir harmleikinn í haust Fyrsta skóflustunga var í dag tekin að nýrri kirkju í Grímsey en Miðgarðskirkja brann til grunna ásamt öllum kirkjumunum síðastliðið haust. Áætlað er að vígja nýja kirkju sumarið 2023. 8. maí 2022 21:07 Tuttugu milljónir til endurbyggingar Miðgarðakirkju í Grímsey Ríkisstjórnin hyggst veita tuttugu milljónir króna af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til endurbyggingar Miðgarðakirkju í Grímsey. 21. desember 2021 14:48 Stefnt að því ný kirkja rísi í Grímsey næsta sumar Undirbúningur við byggingu nýrrar kirkju í Grímsey er vel á veg kominn og er stefnt að því að ný kirkja rísi þar næsta sumar. Á nýja kirkjan að hafa augljósa skírskotun til kirkjunnar sem brann í september en verði aðeins stærri en fyrri vegna nútíma krafna. 15. desember 2021 14:03 Gríðarleg menningarverðmæti hurfu með Miðgarðakirkju Formaður sóknanefndar í Grímsey segir eyjaskeggja í áfalli eftir að Miðgarðakirkja brann þar til kaldra kola í gærkvöldi. Ómetanleg menningarverðmæti hafi orðið eldinum að bráð. Mikill vilji sé til að endurreisa kirkjuna. 22. september 2021 20:01 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Fyrsta skóflustunga tekin eftir harmleikinn í haust Fyrsta skóflustunga var í dag tekin að nýrri kirkju í Grímsey en Miðgarðskirkja brann til grunna ásamt öllum kirkjumunum síðastliðið haust. Áætlað er að vígja nýja kirkju sumarið 2023. 8. maí 2022 21:07
Tuttugu milljónir til endurbyggingar Miðgarðakirkju í Grímsey Ríkisstjórnin hyggst veita tuttugu milljónir króna af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til endurbyggingar Miðgarðakirkju í Grímsey. 21. desember 2021 14:48
Stefnt að því ný kirkja rísi í Grímsey næsta sumar Undirbúningur við byggingu nýrrar kirkju í Grímsey er vel á veg kominn og er stefnt að því að ný kirkja rísi þar næsta sumar. Á nýja kirkjan að hafa augljósa skírskotun til kirkjunnar sem brann í september en verði aðeins stærri en fyrri vegna nútíma krafna. 15. desember 2021 14:03
Gríðarleg menningarverðmæti hurfu með Miðgarðakirkju Formaður sóknanefndar í Grímsey segir eyjaskeggja í áfalli eftir að Miðgarðakirkja brann þar til kaldra kola í gærkvöldi. Ómetanleg menningarverðmæti hafi orðið eldinum að bráð. Mikill vilji sé til að endurreisa kirkjuna. 22. september 2021 20:01