Þetta kemur fram í viðtali Söru Bjarkar við íþróttadeild Mbl.is í kvöld.
„Ég hef ekki tekið neina ákvörðun, enda er ég ekki lengur bara að hugsa um sjálfan mig heldur fjölskylduna líka," sagði Sara Björk í viðtalinu en hún og Árni Vilhjálmsson eignuðust soninn Ragnar Frank í nóvember á síðasta ári.
Sara Björk gekk í raðir Lyon sumarið 2020 og vann Meistaradeild Evrópu með liðinu strax það sumar. Hún getur endurtekið leikinn síðar í mánuðinum þegar Lyon mætir Barcelona.
Þá getur Lyon náð franska meistaratitlinum til baka af París Saint-Germain en Lyon þarf aðeins eitt stig þegar tvær umferðir eru eftir af tímabilinu i frönsku úrvalsdeildinni.
Sara Björk sneri aftur í lið Lyon í mars á þessu ári eftir að hafa verið í fríi frá því í apríl 2021 þegar hún gaf það út að hún væri ófrísk.
„Erum bara að þreifa okkur áfram og sjá hvað sé best í stöðunni. Það er margt í boði, spurningin er hvað hentar best á þessum tímapunkti. Deildirnar í Englandi, Frakklandi, Þýskalandi og á Spáni eru allar spennandi og ég vil halda mig á þeim slóðum,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir að endingu í viðtali sínu við mbl.is.