Fótbolti

Sara Björk mun yfir­gefa Lyon í sumar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sara Björk mun yfirgefa Lyon í sumar.
Sara Björk mun yfirgefa Lyon í sumar. Clive Brunskill/Getty Images

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, mun yfirgefa franska stórliðið Lyon í sumar er samningur hennar rennur út. Hún segir margt koma til greina.

Þetta kemur fram í viðtali Söru Bjarkar við íþróttadeild Mbl.is í kvöld.

„Ég hef ekki tekið neina ákvörðun, enda er ég ekki leng­ur bara að hugsa um sjálf­an mig held­ur fjöl­skyld­una líka," sagði Sara Björk í viðtalinu en hún og Árni Vilhjálmsson eignuðust soninn Ragnar Frank í nóvember á síðasta ári.

Sara Björk gekk í raðir Lyon sumarið 2020 og vann Meistaradeild Evrópu með liðinu strax það sumar. Hún getur endurtekið leikinn síðar í mánuðinum þegar Lyon mætir Barcelona.

Þá getur Lyon náð franska meistaratitlinum til baka af París Saint-Germain en Lyon þarf aðeins eitt stig þegar tvær umferðir eru eftir af tímabilinu i frönsku úrvalsdeildinni.

Sara Björk sneri aftur í lið Lyon í mars á þessu ári eftir að hafa verið í fríi frá því í apríl 2021 þegar hún gaf það út að hún væri ófrísk.

„Erum bara að þreifa okk­ur áfram og sjá hvað sé best í stöðunni. Það er margt í boði, spurn­ing­in er hvað hent­ar best á þess­um tíma­punkti. Deild­irn­ar í Englandi, Frakklandi, Þýskalandi og á Spáni eru all­ar spenn­andi og ég vil halda mig á þeim slóðum,“ sagði Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir að endingu í viðtali sínu við mbl.is.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.