Ráðherra birtist óvænt í miðju viðtali og reyndist sammála viðmælandanum Snorri Másson skrifar 17. maí 2022 07:31 Svo heppilega vildi til þegar Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur var til viðtals í Íslandi í dag, að Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra gekk framhjá. Hannes bauð honum að setjast með sér og spyrli. Í ljós kom, ef til vill fáum til undrunar, að hann tók heils hugar undir með Hannesi, að það yrði erfitt fyrir Framsóknarflokkinn að réttlæta myndun nýs meirihluta í Reykjavík með nýföllnum meirihluta. „Ég held að það yrði svolítið erfitt fyrir þá að útskýra það fyrir kjósendum sínum, því að þetta er skýrt ákall um breytingar, og þeir ná mjög góðum árangri. Ef þeir ætla að viðhalda því sem er, eins og Viðreisn gerði síðast, þá held ég að það fólk sem kaus það myndi nú spyrja þá kjörnu fulltrúa áleitinna spurninga,“ sagði Guðlaugur. Rætt var við Hannes og aðra um nýliðnar sveitarstjórnarkosningar og önnur atriði í Íslandi í dag í kvöld. Sjá má innslagið hér að ofan, í kringum mínútu tíu. Hannes Hólmsteinn segir að um land allt hafi Samfylkingin beðið ósigur í kosningunum, en að óánægjufylgi gegn meirihlutanum hafi heldur skilað sér til Framsóknarflokks í stað Sjálfstæðisflokks, og svo til Pírata og Sósíalistaflokksins í öðrum tilvikum. Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur segir Samfylkinguna hafa tapað kosningunum á landsvísu og segir eðlilegt að nú verði myndaður borgaralegur meirihluti til hægri. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra segir undarlegt ef Framsókn hyggst reisa við fallinn meirihluta.Vísir/Arnar „Hér í Reykjavík er þetta aðallega persónulegur ósigur Dags Bergþórusonar Eggertssonar borgarstjóra. Hann byrjaði sem borgarstjóri með 36%, hann fer síðan niður í 26% og nú er hann kominn niður í 20%. Ég hugsa nú að óvinir hans, ég er nú ekki einn af þeim, að þeir myndu gjarnan vilja að hann tæki við forystu Samfylkingarinnar, af því að þá myndi það sama gerast hjá Samfylkingunni og gerist hjá honum,“ segir Hannes. „Einar Gnarr“ Þegar spáð er í spilin í stjórnarmyndunarviðræðunum fram undan segir Hannes að líta þurfi til þess annars vegar hvað teljist líklegt að gerist og hins vegar til þess hvað sé eðlilegt að gerist. „Það sem ég held að sé líklegt er að Dagur Bergþóruson Eggertsson muni gera Framsóknarflokknum tilboð um það að Einar Þorsteinsson verði borgarstjóri og að hann verði þá sjálfur forseti borgarstjórnar. Þá verður það sama og þegar Jón Gnarr var borgarstjóri og Dagur forseti borgarstjórnar. Þá réð Dagur öllu og ef þetta gengur nú eftir förum við kannski að kalla Einar Einar Gnarr,“ segir Hannes. „En það sem væri eðlilegast, þar sem Framsóknarflokkurinn fór fram undir merkjum breytinga, væri að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur mynduðu nýjan meirihluta með Flokki fólksins og Viðreisn, og breytti stefnunni raunverulega,“ segir Hannes. Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Tengdar fréttir Segir ljóst að ekkert breytist verði Framsókn varahjól undir bíl fallins meirihluta Óformlegar viðræður eiga sér nú stað í Reykjavík. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að lítið verði um breytingar ákveði Framsókn að vera „varahjól“ undir föllnum meirihluta. Hildur mun eiga fundi með nokkrum oddvitum í dag en vill lítið gefa upp um hverja hún hittir. 16. maí 2022 10:27 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira
„Ég held að það yrði svolítið erfitt fyrir þá að útskýra það fyrir kjósendum sínum, því að þetta er skýrt ákall um breytingar, og þeir ná mjög góðum árangri. Ef þeir ætla að viðhalda því sem er, eins og Viðreisn gerði síðast, þá held ég að það fólk sem kaus það myndi nú spyrja þá kjörnu fulltrúa áleitinna spurninga,“ sagði Guðlaugur. Rætt var við Hannes og aðra um nýliðnar sveitarstjórnarkosningar og önnur atriði í Íslandi í dag í kvöld. Sjá má innslagið hér að ofan, í kringum mínútu tíu. Hannes Hólmsteinn segir að um land allt hafi Samfylkingin beðið ósigur í kosningunum, en að óánægjufylgi gegn meirihlutanum hafi heldur skilað sér til Framsóknarflokks í stað Sjálfstæðisflokks, og svo til Pírata og Sósíalistaflokksins í öðrum tilvikum. Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur segir Samfylkinguna hafa tapað kosningunum á landsvísu og segir eðlilegt að nú verði myndaður borgaralegur meirihluti til hægri. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra segir undarlegt ef Framsókn hyggst reisa við fallinn meirihluta.Vísir/Arnar „Hér í Reykjavík er þetta aðallega persónulegur ósigur Dags Bergþórusonar Eggertssonar borgarstjóra. Hann byrjaði sem borgarstjóri með 36%, hann fer síðan niður í 26% og nú er hann kominn niður í 20%. Ég hugsa nú að óvinir hans, ég er nú ekki einn af þeim, að þeir myndu gjarnan vilja að hann tæki við forystu Samfylkingarinnar, af því að þá myndi það sama gerast hjá Samfylkingunni og gerist hjá honum,“ segir Hannes. „Einar Gnarr“ Þegar spáð er í spilin í stjórnarmyndunarviðræðunum fram undan segir Hannes að líta þurfi til þess annars vegar hvað teljist líklegt að gerist og hins vegar til þess hvað sé eðlilegt að gerist. „Það sem ég held að sé líklegt er að Dagur Bergþóruson Eggertsson muni gera Framsóknarflokknum tilboð um það að Einar Þorsteinsson verði borgarstjóri og að hann verði þá sjálfur forseti borgarstjórnar. Þá verður það sama og þegar Jón Gnarr var borgarstjóri og Dagur forseti borgarstjórnar. Þá réð Dagur öllu og ef þetta gengur nú eftir förum við kannski að kalla Einar Einar Gnarr,“ segir Hannes. „En það sem væri eðlilegast, þar sem Framsóknarflokkurinn fór fram undir merkjum breytinga, væri að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur mynduðu nýjan meirihluta með Flokki fólksins og Viðreisn, og breytti stefnunni raunverulega,“ segir Hannes.
Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Tengdar fréttir Segir ljóst að ekkert breytist verði Framsókn varahjól undir bíl fallins meirihluta Óformlegar viðræður eiga sér nú stað í Reykjavík. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að lítið verði um breytingar ákveði Framsókn að vera „varahjól“ undir föllnum meirihluta. Hildur mun eiga fundi með nokkrum oddvitum í dag en vill lítið gefa upp um hverja hún hittir. 16. maí 2022 10:27 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira
Segir ljóst að ekkert breytist verði Framsókn varahjól undir bíl fallins meirihluta Óformlegar viðræður eiga sér nú stað í Reykjavík. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að lítið verði um breytingar ákveði Framsókn að vera „varahjól“ undir föllnum meirihluta. Hildur mun eiga fundi með nokkrum oddvitum í dag en vill lítið gefa upp um hverja hún hittir. 16. maí 2022 10:27