Skagfirðingurinn greindi frá þessu á Instagram. Þar þakkar hann samherjum sínum hjá Cluj og stuðningsmenn liðsins fyrir tíma sinn hjá félaginu.
Rúnar gekk í raðir Cluj á frjálsri sölu í febrúar 2021. Hann varð tvívegis rúmenskur meistari með liðinu. Eftir áramót hafa tækifæri Rúnars með Cluj verið af skornum skammti og hann hefur til að mynda bara við sögu í tveimur leikjum á þessu ári.
Auk Rúmeníu hefur Rúnar, sem verður 32 ára í næsta mánuði, leikið í Hollandi, Svíþjóð, Sviss og Kasakstan á ferli sínum sem atvinnumaður.