Hákon Arnar kom FCK á bragðið og titillinn er í augsýn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. maí 2022 16:25 Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson eiga stóran þátt í því að FC Kaupmannahöfn er hársbreidd frá danska meistaratitlinum. Lars Ronbog/Getty Images FC Kaupmannahöfn vann gríðarlega mikilvægan 2-0 útisigur á Randers í baráttunni um danska meistaratitilinn í fótbolta. Hákon Arnar Haraldsson kom FCK á bragðið en liðið er nú hársbreidd frá því að vinna dönsku úrvalsdeildina. Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar voru báðir í byrjunarliði FCK í dag en Ísak Bergmann skoraði bæði mörkin í gríðarlega mikilvægum sigri á dögunum. Nú var hins vegar komið að Hákoni Arnari að stela fyrirsögnunum. Eftir markalausan fyrri hálfleik nældi Ísak Bergmann sér í gult spjald áður en Hákon Arnar kom gestunum frá Kaupmannahöfn yfir þegar klukkustund var liðin. Skagamaðurinn ungi fékk þá frábæra sendingu frá Rasmus Falk Jensen milli varnarmanna Randers, tók vel við boltanum og smellti honum óverjandi í hægra hornið frá vítateigslínunni. Frábært - og mjög mikilvægt - mark í alla staði og staðan orðin 1-0 gestunum í vil. Heimamenn fengu kjörið tækifæri til að jafna metin tíu mínútum síðar þegar vítaspyrna var dæmd þeim í hag. Stephen Odey fór á punktinn en brenndi af og staðan því enn 0-1. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma gulltryggði svo Khouma Babacar sigur FCK með öðru marki liðsins. Lokatölur í Randers 0-2 og Kaupmannahafnarliðið komið með níu fingur á titilinn. FCK trónir á toppi deildarinnar með 65 stig eftir 31 leik. Midtjylland kemur þar á eftir með 59 stig og leik til góða en liðið er með mun lakari markatölu en FCK. Það þarf því gríðarlega mikið að ganga á til að titillinn endi ekki í Kaupmannahöfn. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Dagskráin: Topplið Valsmanna í Evrópu og Besta kvenna aftur af stað Sport Fleiri fréttir Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Sjá meira
Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar voru báðir í byrjunarliði FCK í dag en Ísak Bergmann skoraði bæði mörkin í gríðarlega mikilvægum sigri á dögunum. Nú var hins vegar komið að Hákoni Arnari að stela fyrirsögnunum. Eftir markalausan fyrri hálfleik nældi Ísak Bergmann sér í gult spjald áður en Hákon Arnar kom gestunum frá Kaupmannahöfn yfir þegar klukkustund var liðin. Skagamaðurinn ungi fékk þá frábæra sendingu frá Rasmus Falk Jensen milli varnarmanna Randers, tók vel við boltanum og smellti honum óverjandi í hægra hornið frá vítateigslínunni. Frábært - og mjög mikilvægt - mark í alla staði og staðan orðin 1-0 gestunum í vil. Heimamenn fengu kjörið tækifæri til að jafna metin tíu mínútum síðar þegar vítaspyrna var dæmd þeim í hag. Stephen Odey fór á punktinn en brenndi af og staðan því enn 0-1. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma gulltryggði svo Khouma Babacar sigur FCK með öðru marki liðsins. Lokatölur í Randers 0-2 og Kaupmannahafnarliðið komið með níu fingur á titilinn. FCK trónir á toppi deildarinnar með 65 stig eftir 31 leik. Midtjylland kemur þar á eftir með 59 stig og leik til góða en liðið er með mun lakari markatölu en FCK. Það þarf því gríðarlega mikið að ganga á til að titillinn endi ekki í Kaupmannahöfn.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Dagskráin: Topplið Valsmanna í Evrópu og Besta kvenna aftur af stað Sport Fleiri fréttir Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Sjá meira