Innlent

Jakob Björg­vin á­fram bæjar­stjóri eftir sigur H-lista

Atli Ísleifsson skrifar
Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi. Hann tók við embættinu árið 2018.
Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi. Hann tók við embættinu árið 2018. Stöð 2

H-listi Framfarasinna vann sigur í kosningum til sveitarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar í gær.

Á vef Skessuhorns segir að Framfarasinnar hafi hlotið 408 atkvæði og I-listi Íbúalistans 338 atkvæði og mun H-listinn því mynda fyrsta meirihlutann í sameinuðu sveitarfélagi.

Greint var frá því í apríl að Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar, væri bæjarstjóraefni H-listans. Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga, var oddviti H-listans.

Á kjörskrá voru 934 og greiddu 761 atkvæði.

Íbúar Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar á Snæfellsnesi samþykktu tillögu um sameiningu sveitarfélaganna tveggja í atkvæðagreiðslu í mars síðastliðinn. Tæplega 92 prósent íbúa í Stykkishólmi samþykkti tillöguna, á meðan tæp 79 prósent samþykktu hana í Helgafellssveit.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×