Á vef Skessuhorns segir að Framfarasinnar hafi hlotið 408 atkvæði og I-listi Íbúalistans 338 atkvæði og mun H-listinn því mynda fyrsta meirihlutann í sameinuðu sveitarfélagi.
Greint var frá því í apríl að Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar, væri bæjarstjóraefni H-listans. Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga, var oddviti H-listans.
Á kjörskrá voru 934 og greiddu 761 atkvæði.
Íbúar Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar á Snæfellsnesi samþykktu tillögu um sameiningu sveitarfélaganna tveggja í atkvæðagreiðslu í mars síðastliðinn. Tæplega 92 prósent íbúa í Stykkishólmi samþykkti tillöguna, á meðan tæp 79 prósent samþykktu hana í Helgafellssveit.