Ekki úrslitaatriði að halda í borgarstjórastólinn Eiður Þór Árnason skrifar 15. maí 2022 02:40 Dagur átti von á betri fyrstu tölum í borginni en segir að nóttin sé enn ung. vÍSIR Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, lagði áherslu á það að nóttin væri enn ung þegar hann talaði við stuðningsmenn sína eftir fyrstu tölur í Reykjavík. Þrátt fyrir að flokkurinn hafi misst tvo fulltrúa miðað við þær sé Samfylkingin samt sem áður leiðandi afl í borginni. Það sé ekki úrslitaatriði að hann verði áfram borgarstjóri ef þau þurfi að mynda nýjan meirihluta. „Við erum að sjá að þær áherslur sem við höfum lagt á græna umbreytingu borgarinnar eru að fá langt yfir 60% fylgi í þessum kosningum. Þeir flokkar sem sögðust styðja Borgarlínu, sem sögðust styðja samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins eru að fá yfir 60%.“ Á sama tíma hafi Sjálfstæðisflokki og Miðflokki verið hafnað og þeir með undir 30% fylgi. Dagur bætti við að stefnan hafi verið sett á að núverandi meirihluti myndi halda áfram. Þó hann héldi ekki samkvæmt þessum tölum sé það fyrir mestu að á öllu höfuðborgarsvæðinu hafi myndast meirihluti um Borgarlínu og græna þróun höfuðborgarsvæðisins. „Ég held að það sé liðin tíð að Sjálfstæðisflokkurinn geti gengið að því að stinga öðrum flokkum í vasann og segja að þeirri stefna ráði,“ sagði Dagur við mikil fagnaðarlæti viðstaddra. Samfylkingin og jafnaðarmenn geti verið gríðarlega stolt þar sem þau sæki nú fram um allt land. Gefur ekki upp hvort leitað yrði til Framsóknar eða Sósíalista Dagur segir að fyrstu tölur í Reykjavík séu ekki eins góðar og flokkurinn hafi búist við. Það eigi þó eftir að koma í ljós hvernig nóttin muni þróast. Ljóst sé að flóknari staða sé uppi ef meirihlutinn heldur ekki velli. „Ef við gefum okkur að þetta verði niðurstaðan þá geri ég ráð fyrir að við munum gefa okkur tíma til að setjast aðeins yfir það,“ sagði Dagur í samtali við Snorra Másson fréttamann. Honum hafi fundist kosningarnar snúast að stærstu leyti um framtíðina í samgöngum og skipulagsmálum. Honum þyki niðurstaðan skýr og afdráttarlaus. Sósíalistar, viltu vinna með þeim? „Það hefur kannski verið svolítið lengra á milli þar en ég vil nota tækifæri og óska þeim og Pírötum og auðvitað Framsóknarflokknum til hamingju með þessa niðurstöðu,“ segir Dagur en þeir flokkar hafa bætt við sig borgarfulltrúum miðað við fyrstu tölur. Dagur segir mikilvægt að sjá fyrst hver endanlega niðurstaða verði og taka svo samtölin eftir það. Fulltrúar núverandi samstarfsflokka byrji eflaust á því að tala fyrsta saman áður en rætt verði við aðra flokka. „Það er ljóst að ef við erum ekki ein og sér með meirihluta þá þurfum við að tala við fleiri.“ Hann vildi ekki svara því hvort Samfylkingin myndi fyrst leita til Sósíalistaflokksins eða Framsóknar til að mynda nýjan meirihluta. Má Einar verða borgarstjóri fyrir þér ef þið verðið í meirihluta saman? „Við vitum allavega hvað borgarbúar vildu helst. Þriðjungur borgarbúa kölluðu eftir því að ég yrði áfram borgarstjóri. Ég hef hins vegar sagt að einstaka stöður og annað er ekki úrslitaatriði í mínum huga, það verður bara ná breiðri sátt í þeim meirihluta sem myndaður er um hvernig verkum er skipt,“ segir Dagur. Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Þrátt fyrir að flokkurinn hafi misst tvo fulltrúa miðað við þær sé Samfylkingin samt sem áður leiðandi afl í borginni. Það sé ekki úrslitaatriði að hann verði áfram borgarstjóri ef þau þurfi að mynda nýjan meirihluta. „Við erum að sjá að þær áherslur sem við höfum lagt á græna umbreytingu borgarinnar eru að fá langt yfir 60% fylgi í þessum kosningum. Þeir flokkar sem sögðust styðja Borgarlínu, sem sögðust styðja samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins eru að fá yfir 60%.“ Á sama tíma hafi Sjálfstæðisflokki og Miðflokki verið hafnað og þeir með undir 30% fylgi. Dagur bætti við að stefnan hafi verið sett á að núverandi meirihluti myndi halda áfram. Þó hann héldi ekki samkvæmt þessum tölum sé það fyrir mestu að á öllu höfuðborgarsvæðinu hafi myndast meirihluti um Borgarlínu og græna þróun höfuðborgarsvæðisins. „Ég held að það sé liðin tíð að Sjálfstæðisflokkurinn geti gengið að því að stinga öðrum flokkum í vasann og segja að þeirri stefna ráði,“ sagði Dagur við mikil fagnaðarlæti viðstaddra. Samfylkingin og jafnaðarmenn geti verið gríðarlega stolt þar sem þau sæki nú fram um allt land. Gefur ekki upp hvort leitað yrði til Framsóknar eða Sósíalista Dagur segir að fyrstu tölur í Reykjavík séu ekki eins góðar og flokkurinn hafi búist við. Það eigi þó eftir að koma í ljós hvernig nóttin muni þróast. Ljóst sé að flóknari staða sé uppi ef meirihlutinn heldur ekki velli. „Ef við gefum okkur að þetta verði niðurstaðan þá geri ég ráð fyrir að við munum gefa okkur tíma til að setjast aðeins yfir það,“ sagði Dagur í samtali við Snorra Másson fréttamann. Honum hafi fundist kosningarnar snúast að stærstu leyti um framtíðina í samgöngum og skipulagsmálum. Honum þyki niðurstaðan skýr og afdráttarlaus. Sósíalistar, viltu vinna með þeim? „Það hefur kannski verið svolítið lengra á milli þar en ég vil nota tækifæri og óska þeim og Pírötum og auðvitað Framsóknarflokknum til hamingju með þessa niðurstöðu,“ segir Dagur en þeir flokkar hafa bætt við sig borgarfulltrúum miðað við fyrstu tölur. Dagur segir mikilvægt að sjá fyrst hver endanlega niðurstaða verði og taka svo samtölin eftir það. Fulltrúar núverandi samstarfsflokka byrji eflaust á því að tala fyrsta saman áður en rætt verði við aðra flokka. „Það er ljóst að ef við erum ekki ein og sér með meirihluta þá þurfum við að tala við fleiri.“ Hann vildi ekki svara því hvort Samfylkingin myndi fyrst leita til Sósíalistaflokksins eða Framsóknar til að mynda nýjan meirihluta. Má Einar verða borgarstjóri fyrir þér ef þið verðið í meirihluta saman? „Við vitum allavega hvað borgarbúar vildu helst. Þriðjungur borgarbúa kölluðu eftir því að ég yrði áfram borgarstjóri. Ég hef hins vegar sagt að einstaka stöður og annað er ekki úrslitaatriði í mínum huga, það verður bara ná breiðri sátt í þeim meirihluta sem myndaður er um hvernig verkum er skipt,“ segir Dagur.
Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira