Innlent

Fram­sókn í lykil­stöðu á höfuð­borgar­svæðinu

Árni Sæberg skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm

Miðað við fyrstu tölur er Framsóknarflokkurinn í algjörri lykilstöðu í Kópavogi og Hafnarfirði, hvað varðar myndun meirihluta. Þá nær flokkurinn inn manni í Garðabæ.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins er himinlifandi með fyrstu tölur sem komið hafa upp úr kjörkössum. Framsókn bætir við sig mönnum víða á höfuðborgarsvæðinu.

Hann telur að Framsókn sé flokkur sem aðrir vilja vinna með og að vilji kjósenda virðist vera að flokkurinn verði í meirihluta víða á höfuðborgarsvæðinu.

Þið eruð bara í lykilstöðu, eða hvað?

„Já, mér sýnist það. Sem er ekki slæmt,“ segir Sigurður Ingi glaðbeittur í samtali við fréttastofu. Hann er staddur í kosningavöku Framsóknar í Kolaportinu þar sem er rífandi stemning.

Hann segist hafa fundið sömu tilfinningu í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna nú og hann fann fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Hann hafi fundið mikinn meðbyr með stefnumálum flokksins og því komi honum ekki á óvart að flokknum gangi vel í kvöld.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×