Innlent

Vinir Kópa­vogs eru þakk­látir en ætla ekki að fagna fyrr en í leiks­lok

Árni Sæberg skrifar
Helga Jónsdóttir, oddviti vina Kópavogs.
Helga Jónsdóttir, oddviti vina Kópavogs. Stöð 2

Oddviti Vina Kópavogs er fullur þakklætis eftir að fyrstu tölur voru lesnar upp. Samkvæmt þeim kemur framboðið tveimur mönnum inn í bæjarstjórn. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir fyrstu tölur vonbrigði.

Helga Jónsdóttir, oddviti Vina Kópavogs segir fyrstu tölur vekja þakklæti en að hún ætli ekki að fagna fyrr en að leikslokum. Framboðið sem hún leiðir var myndað utan um megna óánægju meðlima þess með skipulagsmál í miðbæ Kópavogs.

Helga segir að hún hafi rennt blint í sjóinn þegar framboðið var stofnað en að fyrstu tölur bendi til þess að stefnumál þess hafi hlotið hljómgrunn í bænum.

Því hafi fyrstu tölur ekki komið henni sérstaklega á óvart. Rætt var við Helgu skömmu eftir að tölurnar voru lesnar upp.

Hefði viljað halda fimmta manninum

Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í Kópavogi, segir fyrstu tölur valda henni vonbrigðum. Hún hefði viljað að flokkurinn héldi fimmta manni sínum í bæjarstjórn en miðað við fyrstu tölur tapar flokkurinn honum og fær fjóra menn inn.

Hún vonast þó til þess að útlitið verði bjartara þegar líður á kvöldið.

Á veitti sömuleiðis viðtal í kvöld:

Núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks heldur velli miðað við fyrstu tölur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×